Handbolti

AG vann þriggja marka sigur í Ungverjalandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/Ole Nielsen
AG Kaupmannahöfn er áfram á toppnum í sínum riðli í Meistaradeildinni í handbolta eftir 34-31 útisigur á ungverska liðnu SC Szeged. AG hefur fengið tíu stig út úr fyrstu sex leikjum sínum en eina tapið kom á útivelli á móti spænska liðinu Ademar Leon.

AG komst í 8-4 í byrjun leiksins en Szeged náði að jafna leikinn í 11-11. AG var síðan 19-17 yfir í hálfleik og var síðan alltaf skrefinu á undan í seinni hálfleiknum. AG var 32-28 yfir þegar sjö mínútur voru eftir en Szeged minnkaði muninn í tvö mörk í lokin og það kom smá spenna í leikinn. Mikkel Hansen innsiglaði síðan sigurinn.

Mikkel Hansen var markahæstur hjá AG með 9 mörk og Niclas Ekberg skoraði sex mörk. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk, Ólafur Stwefánsson var með fjögur mörk og Snorri Steinn Guðjónsson skoraði eitt mark. René Toft Hansen og Joachim Boldsen skoruðu báðir fjögur mörk eins og Ólafur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×