Handbolti

Rakel Dögg hættir í atvinnumennsku og kemur heim

Rakel fylgist með úr stúkunni í Brasilíu.
Rakel fylgist með úr stúkunni í Brasilíu.
Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins sem missir af HM vegna meiðsla, ætlar að hætta í atvinnumennsku næsta sumar og snúa heim á leið.

Þá rennur samningur hennar við norska liðið Levanger út. Rakel er ekki eini Íslendingurinn sem hættir hjá Levanger í sumar en landsliðsþjálfarinn, Ágúst Þór Jóhannsson, er einnig að hætta hjá félaginu.

Rakel mun væntanlega spila handbolta á Íslandi næsta vetur en hún lék síðast með Stjörnunni, uppeldisfélagi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×