Handbolti

Snorri Steinn nálægt því að vera í úrvalsliði dönsku úrvalsdeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/Heimasíða AG
Snorri Steinn Guðjónsson og markvörðurinn Kasper Hvidt eru þeir einu í stórliði AG frá Kaupmannahöfn sem komust á blað þegar valið var úrvalslið fyrri umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar.

AG kaupmannahöfn hefur unnið 11 af 13 leikjum sínum í dönsku deildinni til þessa og er með þriggja stiga forskot á KIF Kolding sem er í öðru sæti.

Liðið er valið eftir sérstökum útreikningi sem tekur mið af mörkum, misheppnuðum skotum, brottvísunum, vörðum skotum og svo framvegis. Það háir vissulega leikmönnum AG að spilatíminn hjá liðinu er að dreifast mikið á milli manna.

Snorri Steinn er rétt á eftir Rasmus Porup miðjumanni hjá Lemvig-Thyborøn. Snorri fékk 30,5 stig en Rasmus Porup var með 31,6 stig.

Kasper Hvidt er varamarkvörður úrvalsliðsins á eftir hinum magnaða Niklas Landin hjá Bjerringbro-Silkeborg.

Úrvalslið fyrri umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar:

Markmaður: Niklas Landin, BSV 25,5 point (nummer to Kasper Hvidt, AGK 24,5)

Vinstri hornamaður: Casper U. Mortensen, Viborg HK 33,5 (Morten Balling, Mors-Thy 31,5).

Vinstri skytta: Kristian Kjelling, Aalborg Håndbold 33,7 (Petar Nenadic, Team Tvis Holstebro 32,8)

Leikstjórnandi: Rasmus Porup, Lemvig-Thyborøn 31,6 (Snorri Gudjonsson, AGK 30,5)

Línumaður: Anders Zachariessen, SønderjyskE 31,0 (Kasper Povlsgaard, Skanderborg 23,8)

Hægri skytta: Kasper Irming, KIF Kolding 36,5 (Mads Christiansen, Team Tvis Holstebro 26,1)

Hægri hornamaður: Patrick Wiesmach, Team Tvis Holstebro 34,8 (Jan Lennartsson, Aalborg Håndbold 32,0)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×