Erlent

Hættuástand þegar Jovie litla blundar - gæti dáið í svefni

Chris og Lorne fá ekki að njóta þess að horfa barnið sitt blunda.
Chris og Lorne fá ekki að njóta þess að horfa barnið sitt blunda. mynd/dailymail
Foreldrar sex mánaða gamals stúlkubarns verða að fylgjast náið með dóttur sinni þegar hún sefur. Hún þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem stöðvar hjartað þegar hún blundar.

Jovie Wyse fæddist nokkrum vikum fyrir tímann. Í fyrstu var talið að lungu Jovie væru óþroskuð og að ástandið myndi lagast með tímanum.

En eftir að læknar höfðu framkvæmt rannsóknir á Jovie kom í ljós að hún þjáist af sjaldgæfu heilkenni sem lýsir sér þannig hjartslátturinn hægir hættulega mikið á sér þegar hún sefur.

Ástandið getur auðveldlega leitt til dauða stúlkunnar. Jovie þarf því að vera í öndunarvél nánast allan sólarhringinn. Foreldrar hennar verða að fylgjast náið með dóttur sinni því mikil hætta getur skapast þegar hún sefur.

Chris og Lorna, foreldrar Jovie, segja það vera skelfilegt þegar dóttir þeirra blundar. Þau þurfi sífellt að fylgjast með andardrætti hennar.

Jovie kemur til með að þurfa á læknisaðstoð að halda það sem eftir er ævi sinnar.

Sjúkdómurinn kallast Bölvun Ondines og afar sjaldgæfur. Talið er að um 300 einstaklingar greinist árlega með heilkennið. Flestir þeir sem þjást af Bölvun Ondines upplifa andnauð í svefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×