Erlent

Smokkaframleiðandi sendir út vinabeiðnir á Facebook

Brasilískur smokkaframleiðandi reynir nú að hræða markhóp sinn til að kaupa vörur sínar. Fyrirtækið hefur sent út vinabeiðnir á Facebook til ungra karlmanna í nafni barna þeirra.

Auglýsingaherferðin er kölluð „Óvænt börn".

Fyrirtækið býr til reikningar á Facebook með því að nota nöfn ungra karlmanna og bæta við „Jr.".

Grunlausir piltar fá síðan vinabeiðnir frá afkvæmum sínum ásamt skilaboðum frá fyrirtækinu um að auðvelt sé að koma í veg fyrir óvæntar uppákomur eins og þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×