Erlent

Karlar hugsa 19 sinnum um kynlíf á hverjum degi - ekki 8000 sinnum

Vísindamennirnir benda á að þátttakendur rannsóknarinnar töldu sig hugsa mun oftar um kynlíf en raunin var.
Vísindamennirnir benda á að þátttakendur rannsóknarinnar töldu sig hugsa mun oftar um kynlíf en raunin var. mynd/AFP
Karlmenn hugsa um kynlíf 19 sinnum á dag - næstum því jafn oft og þeir hugsa um mat. Áður var talið að karlmenn hugsuðu 8.000 sinnum um kynlíf á hverjum degi.

Bandarískir vísindamenn hafa komist að því að fyrri rannsóknir á hugsunarhætti karlmanna voru rangar. Áður fyrr var talið að karlmenn hugsuðu um kynlíf á 8 sekúndna fresti en vísindamennirnir telja það vera alrangt.

Samkvæmt rannsókninni hugsa konur 10 sinnum um kynlíf á hverjum degi.

Rannsóknin leiddi í ljós að þau sem voru hvað öruggust gagnvart kynhneigð sinni hugsuðu meira um kynlíf en aðrir. Einnig kom í ljós að konur sem töldu sig vera félagslega opnar hugsuðu mun minna um kynlíf en aðrar konur.

Vísindamennirnir benda á að þátttakendur rannsóknarinnar töldu sig hugsa mun oftar um kynlíf en raunin var.

Terri Fisher, einn af stjórnendum rannsóknarinnar, sagði að ómögulegt væri að staðhæfa að karlmenn hugsi meira um kynlíf en konur. Hann telur að hugsanir um kynlíf séu óháðar líffræðilegu kyni - þær séu háðar breytum í umhverfi, uppeldi og félagslegri stöðu einstaklinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×