Erlent

Lést og varð fjórum til bjargar

Kennari Luca lýsir honum sem blíðum og lífsglöðum pilti.
Kennari Luca lýsir honum sem blíðum og lífsglöðum pilti. mynd/MEN
Skyndilegt fráfall fimm ára drengs varð til þess að fjórir aðrir björguðust.

Luca Giovannini lést fyrir tveimur vikum. Tæpum sólarhringi eftir að hann kvartaði undan höfuðverk var hann látinn. Ekki er vitað fyrir víst hvað olli veikindunum sem drógu hann til dauða.

Þegar ljóst var að Luca myndi ekki lifa af ákváðu foreldrar hans að gefa líffæri hans. Faðir Luca, Renzo Giovannini, sagði að hann og eiginkona hans hafi verið fljót að komast að niðurstöðunni.

Tveggja ára gömul stúlka fékk líffæri frá Luca. Samkvæmt Giovannini var hún við dauðans dyr þegar líffæragjöfin átti sér stað. Talið er að stúlkan muni nú ná fullum bata. Giovannini sagði það vera yndislega tilfinningu að vita til þess að unga stúlkan muni geta haldið upp á jólin með fjölskyldu sinni.

Hinir þrír sem fengu líffæri frá Luca voru tveggja barna móðir, karlmaður á fertugsaldri og tveggja ára gamall piltur.

Þrátt fyrir ungan aldur segir Giovannini að sonur sinn hafi lifað viðburðaríku lífi. Það sé því kraftaverk að tvö börn, sem aldrei hafi yfirgefið spítala, fái nú að lifa eðlilegu lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×