Erlent

Sýknuð af dauðadómi og giftust frjáls

Sonia Jacobs og Peter Pringle.
Sonia Jacobs og Peter Pringle. mynd/GETTY
Sonia Jacobs og Peter Pringle eru nýgift og eiga meira sameiginlegt en flest önnur hjón - bæði hafa verið dæmd til dauða.

Sonia var handtekin árið 1976 í Flórída í Bandaríkjunum. Hún var grunuð um að hafa skotið og myrt tvo lögregluþjóna sem stöðvuðu bíl hennar. Í bílnum var fyrrverandi eiginmaður hennar ásamt þriðja aðila. Sonia og eiginmaður hennar voru dæmd til dauða. Hún hélt ávallt fram sakleysi sínu. Eftir að eiginmaður hennar var tekinn af lífi játaði þriðji aðilinn að hafa skotið á lögreglumennina og Sonia var sýknuð eftir 15 ára fangelsisvist.

Á svipuðum tíma og á allt öðrum stað var Peter Pringle fundinn sekur um að hafa drepið tvo lögreglumenn eftir að hann tók þátt í misheppnuðu bankaráni. Pringle var dæmdur til dauða en 17 árum seinna var dómurinn mildaður. Stuttu seinna var Pringle sleppt úr fangelsi.

Peter og Sonia kynntust á ráðstefnu mannréttindasamtakanna Amnesty International á Írlandi.

Þau búa nú í sumarhúsi á Írlandi. Sonia kennir jóga og Peter sér um húsið. Þau eiga tvö pör af hænum og nokkrar geitur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×