Stjörnumenn töpuðu óvænt í Ljónagryfjunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2011 21:00 Elvar Már Friðriksson Mynd/Valli Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þurfti að sætta sig við óvænt sjö stiga tap, 105-98, á móti sínum gömlu félögum í Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík í Icdland Express deild karla í kvöld. Njarðvíkingar lögðu grunninn að sigri sínum með því að vinna þriðja leikhlutann 33-13 en Garðbæingar sóttu að þeim í lokin. Þetta var aðeins annað tap Stjörnumanna í Iceland Express deildinni en það sér til þess að Grindvíkingar halda fjögurra stiga forskoti á toppnum. Það voru margir að skila til Njarðvíkurliðsins í kvöld en Cameron Echols var atvæðamestur með 29 stig og 21 frákast, Travis Holmes skoraði 22 stig, hinn ungi Elvar Már Friðriksson var með 20 stig og 10 stoðsendingar og Hjörtur Hrafn Einarsson skroaði 15 stig. Þá vakti líka frammistaða Maciej Stanislav Baginski mikla athygli en hann skoraði 13 stig í kvöld. Justin Shouse skoraði 35 stig fyrir Stjörnuna, Keith Cothran skoraði 20 stig og Fannar Freyr Helgason var með 17 stig. Njarðvíkingar með Cameron Echols í fararbroddi komust í 17-7 á fyrstu fimm mínútum leiksins en Echols var með 12 stig og 6 fráköst á upphafsmínútum leiksins. Stjarnan svaraði þá með níu stigum í röð og var síðan 24-21 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Stjörnumenn náðu mest tólf stiga forskoti í öðrum leikhlutanum, 46-34, og voru tíu stigum yfir, 52-42, eftir að Justin Shouse setti niður tvo þrista í lok hálfleiksins og var þar með kominn með 18 stig í leiknum. Njarðvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þann fyrr, unnu fyrstu sex mínútur hans 22-7 og náðu fimm stiga forskot, 64-59. Í stað þess að gefa eftir eins og í byrjun leiks þá var Njarðvíkurliðið búið að koma muninum upp í tíu stig, 75-65, fyrir lokaleikhlutann. Njarðvíkingar voru fimmtán stigum yfir, 85-70, þegar sjö mínútur voru eftir en Stjörnumenn náðu að minnka muninn niður í fjögur stig í lokin áður en heimamenn lönduðu sigrinum á lokamínútunum.Njarðvík-Stjarnan 105-98 (42-52)Njarðvík: Cameron Echols 29/21 fráköst, Travis Holmes 22/5 fráköst/7 stoðsendingar, Elvar Már Friðriksson 20/10 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 15, Maciej Stanislav Baginski 13/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 6.Stjarnan: Justin Shouse 35/7 stoðsendingar, Keith Cothran 20/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 17/8 fráköst, Marvin Valdimarsson 12/8 fráköst, Guðjón Lárusson 12/5 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þurfti að sætta sig við óvænt sjö stiga tap, 105-98, á móti sínum gömlu félögum í Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík í Icdland Express deild karla í kvöld. Njarðvíkingar lögðu grunninn að sigri sínum með því að vinna þriðja leikhlutann 33-13 en Garðbæingar sóttu að þeim í lokin. Þetta var aðeins annað tap Stjörnumanna í Iceland Express deildinni en það sér til þess að Grindvíkingar halda fjögurra stiga forskoti á toppnum. Það voru margir að skila til Njarðvíkurliðsins í kvöld en Cameron Echols var atvæðamestur með 29 stig og 21 frákast, Travis Holmes skoraði 22 stig, hinn ungi Elvar Már Friðriksson var með 20 stig og 10 stoðsendingar og Hjörtur Hrafn Einarsson skroaði 15 stig. Þá vakti líka frammistaða Maciej Stanislav Baginski mikla athygli en hann skoraði 13 stig í kvöld. Justin Shouse skoraði 35 stig fyrir Stjörnuna, Keith Cothran skoraði 20 stig og Fannar Freyr Helgason var með 17 stig. Njarðvíkingar með Cameron Echols í fararbroddi komust í 17-7 á fyrstu fimm mínútum leiksins en Echols var með 12 stig og 6 fráköst á upphafsmínútum leiksins. Stjarnan svaraði þá með níu stigum í röð og var síðan 24-21 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Stjörnumenn náðu mest tólf stiga forskoti í öðrum leikhlutanum, 46-34, og voru tíu stigum yfir, 52-42, eftir að Justin Shouse setti niður tvo þrista í lok hálfleiksins og var þar með kominn með 18 stig í leiknum. Njarðvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þann fyrr, unnu fyrstu sex mínútur hans 22-7 og náðu fimm stiga forskot, 64-59. Í stað þess að gefa eftir eins og í byrjun leiks þá var Njarðvíkurliðið búið að koma muninum upp í tíu stig, 75-65, fyrir lokaleikhlutann. Njarðvíkingar voru fimmtán stigum yfir, 85-70, þegar sjö mínútur voru eftir en Stjörnumenn náðu að minnka muninn niður í fjögur stig í lokin áður en heimamenn lönduðu sigrinum á lokamínútunum.Njarðvík-Stjarnan 105-98 (42-52)Njarðvík: Cameron Echols 29/21 fráköst, Travis Holmes 22/5 fráköst/7 stoðsendingar, Elvar Már Friðriksson 20/10 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 15, Maciej Stanislav Baginski 13/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 6.Stjarnan: Justin Shouse 35/7 stoðsendingar, Keith Cothran 20/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 17/8 fráköst, Marvin Valdimarsson 12/8 fráköst, Guðjón Lárusson 12/5 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum