Erlent

Nutu sín í sólinni í fyrsta sinn

Dýraverndunarsamtök komu 72 Beagle-hundum til bjargar eftir að þeir höfðu verið notaðir sem tilraunadýr hjá spænsku lyfjafyrirtæki.

Eftir að fyrirtækið lagði upp laupana var óvíst um örlög hundanna. Þegar dýraverndunarsamtökin ARME komust á snoðir um ástandið voru hundarnir fluttir til Bandaríkjanna.

Talsmaður ARME, Gary Smith, segir að hundarnir hafi lifað í búrum alla sína ævi. Þeir hafi aldrei gengið frjálsir.

Björgunaraðgerðin hófst í júní á þessu ári. Það var síðan í síðustu viku sem hundarnir komu til Bandaríkjanna. 40 hundar voru fluttir til Los Angeles og bíða þeir nú ættleiðingar.

Starfsmenn ARME segja það hafa verið ótrúlega sjón þegar nokkrir hundanna fengu að njóta sín í sólarljósinu í fyrsta sinn.

Jafnlyndisskap Beagle hunda er mikið og eru þeir mjög trygglynd dýr. Þetta rólega eðli þeirra er eitt af því lyfjafyrirtæki leita eftir í tilraunadýrum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×