Innlent

Síldarbræðsla að hefjast í Helguvík

Síldarbræðsla er að hefjast í Helguvík á Reykjanesi, en Hákon ÞH kom þangað undir morgun með nokkur hundruð tonn til bræðslu.

Það er annarsvegar síldarafskurður frá vinnslunni um borð og svo eitthavð af sýktri síld. Frystum afurðum til manneldis  verður svo landað í Hafnarfirði á morgun. 

Aflinn fékkst í Breiðafirði og þar eru að minnsta kosti tvö önnur fjölveiðiskip við síldveiðar, auk nokkurra smábáta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×