Pétur Rúðrik Guðmundsson var í gærkvöldi ráðinn þjálfari körfuknattleiksliðs Hauka í Iceland Express-deild karla. Tekur hann við af Pétri Ingvarssyni sem hætti með liðið í síðustu viku.
Pétur var áður aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Keflavíkur en hann hefur einnig þjálfað yngri flokka hjá félaginu. Hann hefur einnig starfað hjá Grindavík þar sem hann var um tíma aðalþjálfari kvennalðs félagsins og aðstoðarmaður hjá bæði Friðriki Inga Rúnarssyni og Friðriki Ragnarssyni.
Haukar sömdu við Péturs til næstu þriggja ára en Haukar eru sem stendur í næst neðsta sæti Iceland Express-deildar akrla, með tvö stig eftir sex leiki.
Pétur verður eftirmaður Péturs hjá Haukum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




„Fáránleg staða sem er komin upp“
Enski boltinn




Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi
Enski boltinn

Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn
