Luke Donald skrifaði nýjan kafla í golfsöguna Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 24. október 2011 10:45 Luke Donald náði þeim árangri að vera efstur á peningalistanum á PGA mótaröðinni. Englendingurinn er fyrsti kylfingurinn frá Evrópu sem nær þeim áfanga. AP Luke Donald skrifaði nýjan kafla í sögu PGA mótaraðarinnar í Bandaríkjunum í gær þegar hann tryggði sér efsta sætið á peningalista PGA. Englendingurinn er sá fyrsti frá Evrópu sem nær þeim áfanga að vera efstur á peningalistanum á bandarísku atvinnumótaröðinni. Donald tryggði sér sigur á lokamóti keppnistímabilsins með ótrúlegum lokahring þar sem hann lék á 64 höggum. Hinn 33 ára gamli Donald fékk sex fugla í röð á síðari 9 holunum og gerði út um vonir Webb Simpson um að ná efsta sætinu á peningalistanum. Donald varð að enda í einu af tveimur efstu sætunum á Children's Miracle Network Classic meistaramótinu til þess að ná efsta sætinu á peningalistanum. Donald sýndi tilþrif á flötunum með pútternum sem verða seint leikin eftir og sagði Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson að Donald væri einn besti púttari sögunnar. Donald hafði fyrir mótið ekki sigrað í höggleikskeppni í fimm ár í Bandaríkjunum og er þetta aðeins annar sigur hans á þessu tímabili. Hann náði þeim ótrúlega árangri að enda á meðal 10 efstu á 14 mótum af þeim 19 sem hann tók þátt í. Donald getur enn skrifað nýja kafla í golfsöguna á þessu ári. Það eru enn sex mót eftir á Evrópumótaröðinni og Donald er sem stendur í efsta sæti peningalistans á þeirri mótaröð. Ef hann nær að halda því sæti yrði hann sá fyrsti í sögunni sem næði efsta sætinu á peningalistanum á PGA og Evrópumótaröðinni á sama tímabili. Donald er í efsta sæti heimslistans og þar hefur hann verið frá því í maí á þessu ári. Það eina sem skyggir á afrek Donald er sú staðreynd að hann hefur aldrei náð að vinna eitt af risamótunum, sem eru Mastersmótið, Opna bandaríska, Opna breska og PGA meistaramótið. Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Luke Donald skrifaði nýjan kafla í sögu PGA mótaraðarinnar í Bandaríkjunum í gær þegar hann tryggði sér efsta sætið á peningalista PGA. Englendingurinn er sá fyrsti frá Evrópu sem nær þeim áfanga að vera efstur á peningalistanum á bandarísku atvinnumótaröðinni. Donald tryggði sér sigur á lokamóti keppnistímabilsins með ótrúlegum lokahring þar sem hann lék á 64 höggum. Hinn 33 ára gamli Donald fékk sex fugla í röð á síðari 9 holunum og gerði út um vonir Webb Simpson um að ná efsta sætinu á peningalistanum. Donald varð að enda í einu af tveimur efstu sætunum á Children's Miracle Network Classic meistaramótinu til þess að ná efsta sætinu á peningalistanum. Donald sýndi tilþrif á flötunum með pútternum sem verða seint leikin eftir og sagði Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson að Donald væri einn besti púttari sögunnar. Donald hafði fyrir mótið ekki sigrað í höggleikskeppni í fimm ár í Bandaríkjunum og er þetta aðeins annar sigur hans á þessu tímabili. Hann náði þeim ótrúlega árangri að enda á meðal 10 efstu á 14 mótum af þeim 19 sem hann tók þátt í. Donald getur enn skrifað nýja kafla í golfsöguna á þessu ári. Það eru enn sex mót eftir á Evrópumótaröðinni og Donald er sem stendur í efsta sæti peningalistans á þeirri mótaröð. Ef hann nær að halda því sæti yrði hann sá fyrsti í sögunni sem næði efsta sætinu á peningalistanum á PGA og Evrópumótaröðinni á sama tímabili. Donald er í efsta sæti heimslistans og þar hefur hann verið frá því í maí á þessu ári. Það eina sem skyggir á afrek Donald er sú staðreynd að hann hefur aldrei náð að vinna eitt af risamótunum, sem eru Mastersmótið, Opna bandaríska, Opna breska og PGA meistaramótið.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira