Innlent

Franskur ofurhugi stekkur fram af fossbrún

Franskur ofurhugi stökk fram af brún fossins Drífanda undir Eyjafjöllum fyrir nokkrum dögum. Fossinn er rúmlega 100 metra hár og þurfti hann að hafa snör handtök við að opna fallhlífina. Væri það ógert tæki fallið aðeins fimm sekúndur.

Allt fór þetta vel og verður hægt að sjá þegar Frakkanum er fylgt eftir í æsispennandi ævintýraferð um Ísland í þættinum Íslandi í dag í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi í kvöld.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.