Erlent

Útgönguspár benda til sigurs Vinstriflokkanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Útlit er fyrir að Helle Thorning-Schmidt verði næsti forsætisráðherra.
Útlit er fyrir að Helle Thorning-Schmidt verði næsti forsætisráðherra. Mynd/ AFP.
Samkvæmt fyrstu útgönguspám frá Danmörku, þar sem kosið var til þings í dag, mun Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi sósíaldemókrata, verða næsti forsætisráðherra landsins.

Útgönguspáin sem Epinion gerði fyrir danska ríkisútvarpið og var kynnt klukkan þrjú að íslenskum tíma sýnir að þeir flokkar sem styðja Thorning-Schmidt hafa fengið 51,21% atkvæða og 91 þingsæti. Flokkarnir sem styðja Lars Løkke Rasmussen, leiðtoga Venstre og núverandi forsætisráðherra, fá 48,8% atkvæða og 84 þingmenn.

Útgönguspáin var gerð með því að safna gögnum frá fólki sem þegar hafði greitt atkvæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×