Viðskipti innlent

EA fjárfestingarfélagið hætt allri leyfisskyldri starfssemi

EA fjárfestingafélagið var áður eigandi MP banka.
EA fjárfestingafélagið var áður eigandi MP banka.
EA fjárfestingarfélag hf. hefur hætt allri leyfisskyldri starfsemi félagsins, svo sem bankastarfsemi samkvæmt tilkynningu frá stjórn þess.

Stjórn félagsins tilkynnti Fjármálaeftirlitinu í dag að ákveðið hefði verið að skila inn starfsleyfi sem félagið hefur til reksturs fjármálafyrirtækis.

Þegar nýir eigendur tóku við almennum bankarekstri MP banka í apríl 2011 fylgdi nafn bankans með í kaupunum. Eldra félagið fékk þá nafnið EA fjárfestingarfélag og sinnir nú þeim hluta starfseminnar er lýtur að erlendum fjárfestingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×