Árni Páll óhress yfir stöðu Íslands Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. september 2011 20:09 Efnahags- og viðskiptaráðherra segir að það sé mikið áhyggjuefni að erlent tryggingafyrirtæki telji hvergi áhættusamara að fjárfesta meðal vestrænna ríkja en hér á landi. Hann segir að menn þurfi að komast yfir það gríðarlega tilfinningarót sem virðist heltaka marga í hvert skipti sem útlendingur lætur sér detta í hug að fjárfesta á Íslandi. Áhættusamara er að fjárfesta á Íslandi en í nokkru öðru ríki í Vestur-Evrópu að mati tryggingafyrirtækisins Aon sem metur áhættu af fjárfestingu í erlendum ríkjum. Í nýju mati þess segir að áhætta fylgi fjárfestingum hér á landi vegna hættu á pólitískum afskiptum, verkföllum, óeirðum og jafnvel greiðsluþroti íslenska ríkisins. Lönd sem lenda í sama áhættuflokki og Ísland eru til dæmis Egyptaland, Rússland, Tyrkland, og Albanía. „Þetta er áhyggjuefni fyrir okkur. Íslenskt samfélag þarf á erlendri fjárfestingu að halda, og sérstaklega núna," segir Árni Páll. Hvað hyggst þú gera sem ráðherra efnahagsmála í þessari ríkisstjórn til þess að vinda ofan af þessari þróun þannig að fjárfestar sjái hag sínum borgið að fjárfesta hér? „Við þurfum að standa við það sem við höfum sagt í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að við sækjumst eftir erlendri fjárfestingu og við þurfum að setja skýrari stefnu fram um það hverskonar erlendri fjárfestingu við sækjumst eftir. Við erum með í bígerð þingsályktunartillögu þar um. Svo þurfum við auðvitað líka sem þjóð að komast yfir það griðarlega tilfinningarót sem virðist heltaka okkur í hvert einasta skipti sem einhver útlendingur lætur sér detta í hug að fjárfesta á Íslandi. Það má ekki verða sú tilfinning ráðandi hjá erlendum fjáfestum að þeir séu að hætta á mannorðsmorð eða stórfelld vandræði ef þeir ákveða að hætta sínu fé á Íslandi," segir Árni Páll. Telurðu að hringlandahátturinn í kringum Magma-málið og þessi fyrstu viðbrögð sem fjárfesting Huangs Nubos er að fá hér á landi muni spilla fyrir okkur? „Þessi mál sýna mikilvægi þess að við nálgumst þessi viðfangsefni af meiri yfirvegun." Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Efnahags- og viðskiptaráðherra segir að það sé mikið áhyggjuefni að erlent tryggingafyrirtæki telji hvergi áhættusamara að fjárfesta meðal vestrænna ríkja en hér á landi. Hann segir að menn þurfi að komast yfir það gríðarlega tilfinningarót sem virðist heltaka marga í hvert skipti sem útlendingur lætur sér detta í hug að fjárfesta á Íslandi. Áhættusamara er að fjárfesta á Íslandi en í nokkru öðru ríki í Vestur-Evrópu að mati tryggingafyrirtækisins Aon sem metur áhættu af fjárfestingu í erlendum ríkjum. Í nýju mati þess segir að áhætta fylgi fjárfestingum hér á landi vegna hættu á pólitískum afskiptum, verkföllum, óeirðum og jafnvel greiðsluþroti íslenska ríkisins. Lönd sem lenda í sama áhættuflokki og Ísland eru til dæmis Egyptaland, Rússland, Tyrkland, og Albanía. „Þetta er áhyggjuefni fyrir okkur. Íslenskt samfélag þarf á erlendri fjárfestingu að halda, og sérstaklega núna," segir Árni Páll. Hvað hyggst þú gera sem ráðherra efnahagsmála í þessari ríkisstjórn til þess að vinda ofan af þessari þróun þannig að fjárfestar sjái hag sínum borgið að fjárfesta hér? „Við þurfum að standa við það sem við höfum sagt í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að við sækjumst eftir erlendri fjárfestingu og við þurfum að setja skýrari stefnu fram um það hverskonar erlendri fjárfestingu við sækjumst eftir. Við erum með í bígerð þingsályktunartillögu þar um. Svo þurfum við auðvitað líka sem þjóð að komast yfir það griðarlega tilfinningarót sem virðist heltaka okkur í hvert einasta skipti sem einhver útlendingur lætur sér detta í hug að fjárfesta á Íslandi. Það má ekki verða sú tilfinning ráðandi hjá erlendum fjáfestum að þeir séu að hætta á mannorðsmorð eða stórfelld vandræði ef þeir ákveða að hætta sínu fé á Íslandi," segir Árni Páll. Telurðu að hringlandahátturinn í kringum Magma-málið og þessi fyrstu viðbrögð sem fjárfesting Huangs Nubos er að fá hér á landi muni spilla fyrir okkur? „Þessi mál sýna mikilvægi þess að við nálgumst þessi viðfangsefni af meiri yfirvegun."
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira