FH lauk í kvöld keppni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið tapaði þá fyrir Maccabi Rishion Le Zion frá Ísrael en forkeppnin fór einmitt fram í Ísrael.
Jafnt var eftir venjulegan leiktíma en Maccabi vann í vítakeppni eftir því sem fram kemur á mbl.is.
Reyndar þurfti bráðabana til í vítakeppninni og þar var heppnin ekki með Hafnfirðingum.
FH tapaði í gær fyrir Haslum og fer í EHF-bikarinn. FH mun hefja leik í keppninni í annarri umferð.

