Webber áfram hjá Red Bull 2012 27. ágúst 2011 09:11 Mark Webber um borð í Red Bull bílnum á Spa brautinni. AP mynd: Yves Logghe Red Bull hefur staðfest formlega að Mark Webber verður áfram hjá liðinu á næsta keppnistímabili og ekur því við hlið Sebastian Vettel eins og síðustu ár. Þeir félagar eru í fyrsta og öðru sæti í stigamóti ökumanna í ár. Þeir hafa ekið saman hjá Red Bull síðustu þrjú ár og keppa á Spa brautinni í Belgíu um helgina. „Ég vil halda áfram að keppa á toppnum í Formúlu 1 og þurfti því ekki mikla umhugsun varðandi áframhaldandi veru hjá Red Bull. Það sem rekur mig áfram af sama krafti er að ná sem bestum árangri fyrir mig og liðið", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Síðustu fimm ár höfum við unnið saman af kappi og sannað að við getum hannað og byggt samkeppnisfæran bíl, kláran í titilslag og ég hlakka því að taka á því á mótshelgum árið 2012. Christian Horner yfirmaður Red Bull sagði: „Þegar við settumst niður til að ræða 2012, þá var strax ljóst að Webber vildi halda samstarfinu áfram og það lá því ljóst fyrir að framlengja. Mark þekkir liðið vel og hefur verið hjá okkur síðan 2007. Áræðni hans og líkamlegt ásigkomulag er gott sem fyrr. Webber og Vettel eru sterkir saman og ögra hvor öðrum og við erum mjög ánægður að vera með sömu ökumenn fjórða árið í röð", sagði Horner. Formúla Íþróttir Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Red Bull hefur staðfest formlega að Mark Webber verður áfram hjá liðinu á næsta keppnistímabili og ekur því við hlið Sebastian Vettel eins og síðustu ár. Þeir félagar eru í fyrsta og öðru sæti í stigamóti ökumanna í ár. Þeir hafa ekið saman hjá Red Bull síðustu þrjú ár og keppa á Spa brautinni í Belgíu um helgina. „Ég vil halda áfram að keppa á toppnum í Formúlu 1 og þurfti því ekki mikla umhugsun varðandi áframhaldandi veru hjá Red Bull. Það sem rekur mig áfram af sama krafti er að ná sem bestum árangri fyrir mig og liðið", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Síðustu fimm ár höfum við unnið saman af kappi og sannað að við getum hannað og byggt samkeppnisfæran bíl, kláran í titilslag og ég hlakka því að taka á því á mótshelgum árið 2012. Christian Horner yfirmaður Red Bull sagði: „Þegar við settumst niður til að ræða 2012, þá var strax ljóst að Webber vildi halda samstarfinu áfram og það lá því ljóst fyrir að framlengja. Mark þekkir liðið vel og hefur verið hjá okkur síðan 2007. Áræðni hans og líkamlegt ásigkomulag er gott sem fyrr. Webber og Vettel eru sterkir saman og ögra hvor öðrum og við erum mjög ánægður að vera með sömu ökumenn fjórða árið í röð", sagði Horner.
Formúla Íþróttir Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira