Erlent

Níræður nasisti leystur úr fangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nasistinn Josef Scheungraber þegar dómurinn var kveðinn upp yfir honum fyrir tveimur árum. Mynd/ AFP.
Nasistinn Josef Scheungraber þegar dómurinn var kveðinn upp yfir honum fyrir tveimur árum. Mynd/ AFP.
Þrátt fyrir að nasistinn Josef Scheungraber hafi verið dæmdur í lífstíðar fangelsi árið 2009, sleppur hann við afplánun. Sheungraber var liðþjálfi í herliði nasista í Seinni heimsstyrjöldinni.

Í hitteðfyrra var hann dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að hafa tekið 10 óbreytta ítalska borgara af lífi í styrjöldinni. Réttarhöldin yfir honum fóru fram í  München og tóku ellefu mánuði. Hann neitaði alltaf sök en sekt hans þótti hafi yfir skynsaman vafa.

Samkvæmt frásögn Ritzau fréttastofunnar telur verjandi hans að Scheungraber sé einfaldlega of veikur andlega til að geta setið af sér dóminn og því var ákveðið í dag að Scheungraber skyldi látinn laus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×