Viðskipti innlent

Eignir tryggingarfélaga lækka

Heildareignir tryggingarfélaganna námu 146,8 milljörðum kr í lok maí og lækkuðu um 684 milljónir kr. milli mánaða.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að útlán og markaðsverðbréf, sem nema 63% af heildareignum, hækkuðu um 527 milljónir kr. í mánuðinum og námu 92 milljörðum kr. Sú hækkun er aðallega tilkomin vegna gengisbundinna markaðsskuldabréfa sem hækkuðu um 568 milljónir kr. í maí.

Aðrar eignir, sem eru að mestu hlutdeildarfélög, dótturfélög og kröfur á vátryggingartaka, námu 32,8 milljörðum kr. í lok maí og lækkuðu um 1,3 milljarða kr. í mánuðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×