Viðskipti innlent

Hundruð milljóna í arð þrátt fyrir lakan rekstur

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Eigendur Olís greiddu sér sex hundruð tuttugu og fimm milljónir í arð vegna ársins 2008 þótt félagið hafi skilað tapi upp á sex milljarða. Eigið fé Olís er einn komma sjö milljarðar króna en fyrirtækið skuldar alls sextán milljarða.

Eins og fréttastofa greindi frá í vikunni eiga eigendur Olís, félagið FAD 1830 ehf. í stífum samningaviðræðum við Landsbankann vegna skuldavanda félagsins.

FAD 1830 ehf. móðurfélag Olís hefur ekki skilað ársreikningi frá árinu 2007, en Olís skilaði ársreikningum fyrir árið 2008 og 2009 í vikunni og þar kemur margt athyglisvert í ljós.

Á hrunárinu 2008 greiddi móðurfélag Olís sér 625 milljónir króna í arð vegna rekstrar ársins á undan en á hrunárinu 2008, árinu sem arðurinn var greiddur út, tapaði Olís tæplega sex milljörðum króna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var 625 milljóna króna arðurinn notaður til að greiða skuldir FAD 1830 við Landsbankann. Samkvæmt ársreikningnum voru sex æðstu stjórnendur Olís með samtals 274 milljónir króna í laun á því ári, eða fjörutíu og fimm milljónir króna á mann.

Árið 2009 tapaði Olís 430 milljónum króna. Heildarskuldir í lok árs námu rúmlega 16 milljörðum en eignir námu 17,9 milljörðum króna, en félagið var með jákvætt eigið fé upp 1,7 milljarða króna. Nýrri fjárhagsupplýsingar liggja ekki fyrir - en Olís hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2010.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar hafa eigendur Olís ekki tekið sér arð út úr Olís eftir bankahrunið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×