Viðskipti innlent

Einstakur atburður í Reykjavíkurhöfn

Amadea eitt af skipunum þremur í Reykjavíkurhöfn. Myndin er á vefsíðu Faxaflóahafna.
Amadea eitt af skipunum þremur í Reykjavíkurhöfn. Myndin er á vefsíðu Faxaflóahafna.
Það hefur aldrei gerst áður að þrjú skemmtiferðaskip frá sama félaginu komi til Reykjavíkur á sama deginum.  Þetta gerðist síðan í fyrsta sinn um helgina.

Fjallað er um málið á vefsíðu Faxaflóahafna. Þar segir að á laugardag hafi skipin Amadea, Albatros og Artania komið til Reykjavíkur. Þau eru öll frá þýska útgerðarfyrirtækinu Phönix Reisen sem hefur aðsetur í Bonn.

Með skipunum voru 2.600 farþegar sem flestir fóru í skoðunarferðir um morguninn en um kvöldið héldu skipin úr höfn áleiðis til Ísafjarðar og Akureyrar.

Phönix Reisen er eitt af eldri félögunum sem gera út skemmtiferðaskip í Þýskalandi. Margir muna efalítið eftir Maxim Gorki sem kom til Íslands á hverju sumri í mörg ár en það var eitt af fyrstu skipum Phönix Reisen.

Í tilefni af þessum heimsóknum skipanna tóku Faxaflóahafnir á móti farþegum með lúðarblæstri og farþegar fengu íslenskt vatn með sér í nesti þegar lagt var af stað í skoðunarferðirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×