Viðskipti innlent

Verðmæti framleiðsluvara 666 milljarðar í fyrra

Verðmæti seldra framleiðsluvara í fyrra var 666 milljarðar króna sem er aukning um tæplega 92 milljarða króna eða 16% frá árinu 2009.

Á sama tíma hækkaði vísitala framleiðsluverðs um 11,7% og hefur því verðmæti seldra framleiðsluafurða aukist um 4,3% að raungildi.

Framleiðsla fiskafurða og framleiðsla á málmum vega sem fyrr þyngst, þannig nam framleiðsla málma 37,1% af heildarverðmæti árið 2010 og framleiðsla fiskafurða 32,5%. Verðmæti seldra framleiðsluvara án fiskafurða og framleiðslu málma nam tæpum 203 milljörðum  króna á síðasta ári og jókst um rúma 19 milljarða kr. eða um 10,5% frá fyrra ári.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýjum Hagtíðindum sem Hagstofa Íslands gefur út í dag um verðmæti seldra framleiðsluvara árið 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×