Slitastjórn VBS hafnar veðkröfum Seðlabankans 7. júlí 2011 08:07 Slitastjórn VBS hafnar því að Seðlabankinn eigi veð í eignum bankans og telur veðtökuna mismuna kröfuhöfum. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að slitastjórn VBS hafi hafnað allri veðtöku Seðlabanka Íslands í eignum búsins á grundvelli þess að Seðlabankinnvissi vel að VBS var ógjaldfær á þeim tíma sem hann tryggði sér veð í eignunum. Þá telur slitastjórnin að 26,4 milljarða króna lán ríkissjóðs Íslands til VBS í mars 2009, sem VBS notaði til að lifa fram í marsbyrjun 2010, hafi verið sýndargerningur. Seðlabankinn og íslenska ríkið hafi vísvitandi dregið að setja VBS í þrot til að sölsa undir sig veð í nánast öllum eignum hans á kostnað annarra kröfuhafa. Veðsetningar á ýmsum kröfum til Seðlabankans eftir 1. desember 2008 voru „ótilhlýðilegar ráðstafanir til hagsbóta fyrir Seðlabankann og ríkissjóð og til röskunar á jafnræði kröfuhafa bankans og því riftanlegar.“Þetta kemur fram í afstöðubréfi sem slitastjórnin sendi Seðlabanka Íslands 16. júní. Samtals nema lýstar kröfur Seðlabankans á hendur VBS 29,8 milljörðum króna. Þær eru tilkomnar vegna 26,4 milljarða króna láns íslenska ríkisins til VBS í mars 2009. Það lán var veitt til að endurfjármagna veðlán sem VBS hafði stofnað til við Seðlabankann og búið var að framselja til ríkissjóðs. Þessi háttur, að framselja kröfuna fram og til baka, var hafður á vegna þess að Seðlabankanum var óheimilt að veita VBS eiginfjárfyrirgreiðslu. Það gat ríkissjóður hins vegar gert. Þegar búið var að klára lánveitinguna framseldi ríkissjóður síðan kröfuna aftur til Seðlabankans, að því er segir í Viðskiptablaðinu. Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Slitastjórn VBS hafnar því að Seðlabankinn eigi veð í eignum bankans og telur veðtökuna mismuna kröfuhöfum. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að slitastjórn VBS hafi hafnað allri veðtöku Seðlabanka Íslands í eignum búsins á grundvelli þess að Seðlabankinnvissi vel að VBS var ógjaldfær á þeim tíma sem hann tryggði sér veð í eignunum. Þá telur slitastjórnin að 26,4 milljarða króna lán ríkissjóðs Íslands til VBS í mars 2009, sem VBS notaði til að lifa fram í marsbyrjun 2010, hafi verið sýndargerningur. Seðlabankinn og íslenska ríkið hafi vísvitandi dregið að setja VBS í þrot til að sölsa undir sig veð í nánast öllum eignum hans á kostnað annarra kröfuhafa. Veðsetningar á ýmsum kröfum til Seðlabankans eftir 1. desember 2008 voru „ótilhlýðilegar ráðstafanir til hagsbóta fyrir Seðlabankann og ríkissjóð og til röskunar á jafnræði kröfuhafa bankans og því riftanlegar.“Þetta kemur fram í afstöðubréfi sem slitastjórnin sendi Seðlabanka Íslands 16. júní. Samtals nema lýstar kröfur Seðlabankans á hendur VBS 29,8 milljörðum króna. Þær eru tilkomnar vegna 26,4 milljarða króna láns íslenska ríkisins til VBS í mars 2009. Það lán var veitt til að endurfjármagna veðlán sem VBS hafði stofnað til við Seðlabankann og búið var að framselja til ríkissjóðs. Þessi háttur, að framselja kröfuna fram og til baka, var hafður á vegna þess að Seðlabankanum var óheimilt að veita VBS eiginfjárfyrirgreiðslu. Það gat ríkissjóður hins vegar gert. Þegar búið var að klára lánveitinguna framseldi ríkissjóður síðan kröfuna aftur til Seðlabankans, að því er segir í Viðskiptablaðinu.
Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira