Viðskipti innlent

Sala á starfsemi Icelandic Group hafin vestan hafs

Söluferli er hafið á starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og tengdri innkaupa- og framleiðslustarfsemi, þar með talið tiltekinni starfsemi í Asíu.

Þetta kemur fram á vefsíðu Icelandic Group. Þar segir að haft verður samband við mögulega kaupendur en Icelandic Group hefur ráðið  Merrill Lynch International , dótturfyrirtæki Bank of America Corporation, sem fjárhagslegan ráðgjafa  samstæðunnar við mat á stefnu félagsins og þeim kostum sem félagið hefur í þeim efnum. Söluferlið á starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og tengdri innkaupa- og framleiðslustarfsemi er hluti af þessu ferli.

Icelandic Group er í eigu Framtakssjóðs Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×