Viðskipti innlent

Prentmet fékk Svaninn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir afhenti forsvarsmönnum Prentmet viðurkenninguna.
Svandís Svavarsdóttir afhenti forsvarsmönnum Prentmet viðurkenninguna.
Prentmet í Reykjavík hefur fengið vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Prentmet hafi frá stofnun lagt sig fram við að minnka neikvæð umhverfisáhrif með skipulagðri endurvinnslu og öðrum áherslum sem styðja við umhverfisvernd. Markmiðin séu skýr og skuldbinding eigenda og stjórnenda fyrirtækisins er augljós og greinilega mikill áhugi meðal alls starfsfólks. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenti fyrirtækinu vottunina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×