Viðskipti innlent

Rio Tinto Alcan veitir 7,5 milljónum í styrki

Úthlutað hefur verið úr Samfélagssjóði Rio Tinto Alcan á Íslandi vegna þeirra styrkumsókna sem bárust sjóðnum frá 25. janúar til og með 6. júní 2011. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að styrkveitingar að þessu sinni hafi numið 7,5 milljónum króna.

„Sjóðnum bárust alls 102 umsóknir en styrkþegar voru 22.   Samfélagssjóður Rio Tinto Alcan á Íslandi styrkir verkefni í eftirfarandi málaflokkum sem endurspegla þau gildi sem fyrirtækið leggur áherslu á.“

Eftirfarandi hlutu styrk að þessu sinni:

Rúnar Pálsson vegna smíði á hringsjá á Helgafell, kr. 2.000.000

Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu vegna félagsstarfs og viðhalds á útivistarsvæði, kr. 500.000

KFUM/KFUK vegna byggingar nýs gistiskála í Vatnaskógi, kr. 500.000

Helga Vala Gunnarsdóttir vegna stuðningsverkefnis við einstæðar mæður í Hafnarfirði, kr. 500.000

Fjáröflun vegna Grímsvatnagoss 2011 til styrktar þeim sem harðast hafa orðið út vegna gossins í Grímsvötnum, kr. 500.000

Samstarfshópur um verkefnið "Heilsueflandi framhaldsskólar" vegna uppsetningar skiltis sem sýnir göngu- og hjólaleiðir til og frá Flensborgarskóla, kr. 500.000

UN Women á Íslandi (Unifem) vegna Fiðrildaviku UN Women, kr. 350.000

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra vegna útgáfu fræðslu- og stuðningsrits, kr. 300.000

Félag heyrnarlausra vegna þjónustu við heyrnarlausa aldraða einstaklinga, kr. 300.000

Sauðfjárræktarfélag Hrunamanna vegna uppbyggingar Hrunarétta, kr. 300.000

Jón Gunnar Benjamínsson til stuðnings söfnunarátaks vegna kaupa á stuðningsbúnaði fyrir lamaðan einstakling, kr. 250.000

Specialisterne á Íslandi til að koma starfsemi félagsins á Íslandi á fót, kr. 200.000

CrossFit Hafnarfjörður vegna búnaðarkaupa og reksturs barnastarfs, kr. 200.000

Félag einstæðra foreldra vegna endurbóta á neyðarhúsnæði, kr. 200.000

Ægir Örn Sigurgeirsson vegna rannsóknarverkefnis í Hafnarfirði um úrræði fyrir börn og aðstandendur þeirra sem fremja sjálfsvíg, kr. 200.000

Leikskólinn Norðurberg vegna skógarferða elstu barna skólans í Höfðaskóg við Hvaleyrarvatn, kr. 200.000

Kór Vídalínskirkju vegna kaupa á listaverki sem prýðir altari Vídalínskirkju, kr. 100.000

Leifur Leifsson vegna verkefnsins "Hnúkurinn á hnefanum" - ferð hreyfihamlaðs manns á Hvannadalshnúk, kr. 100.000

Bókasafn Hafnarfjarðar vegna kaupa á búnaði, kr. 100.000

Elífir vinir ferðakostnaður á frumkvöðlakeppni erlendis eftir sigur hér heima, kr. 100.000

Guðrún Helga Jóhannsdóttir vegna doktorsrannsóknar, kr. 100.000

Ásmundur Stefánsson vegna kaupa á sérhæfðum tölvubúnaði, kr. 50.000






Fleiri fréttir

Sjá meira


×