Viðskipti innlent

Mini-mjólk komin á markað

Í fyrsta sinn í 76 ár bauðst íbúum Reykavíkur og nágrennis í dag að kaupa drykkjarmjólk frá öðrum en Mjólkursamsölunni þegar fyrirtækið Vesturmjólk í Borgarnesi setti svokallaða mini-mjólk á markað í eins lítra fernum.

Mjólkursölulög, sem sett voru árið 1934, leiddu til þess að Korpúlfsstaðabúið og aðrir sjálfstæðir mjólkurframleiðendur lognuðust út af og hefur Mjólkursamsalan síðan ein boðið borgarbúum mjólk í heilan mannsaldur, eða þar til í dag. Mini-mjólkin inniheldur hálfs prósents fitu og er því mitt á milli Léttmjólkur og Undanrennu í fitumagni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×