Evran betri en kanadadollar 17. júní 2011 20:12 Að mati aðalhagfræðings seðlabankans er evran heppilegust ef íslendingar ákveða að reka fastgengisstefnu gagnvart öðrum gjaldmiðli. Hann segir Íslendinga ekki eiga nógu mikil viðskipti við Kanadamenn til að dollarinn sé betri. Þórarinn Pétursson, aðalhagfræðingur seðlabankans, mælir með fastgengisstefnu fyrir Ísland ef marka má niðurstöður rannsókna hans. Þær benda til að sjálfstæður gjaldmiðill í litlu hagkerfi virki sveifluvaldandi, frekar en sveiflujafnandi, eins og fréttastofa hefur greint frá. „Þær benda til þess að hörð fastgengisstefna sé það sem við ættum að taka upp. Það getur verið innganga í myntbandalag eða myntráð," segir Þórarinn, en myntráð merkir að erlend mynt stendur á bak við alla peninga í umferð. Hann segir að „mjúk" fastgengisstefna, þar sem seðlabankinn ákveður einhliða að binda gengið öðrum gjaldmiðli, skapi ekki sama ávinning. Í rannsókninni er ekki tekin afstaða til þess gagnvart hvaða gjaldmiðli væri heppilegast að festa gengið, þó verið sé að rannsaka það í seðlabankanum. Persónuleg skoðun Þórarins er þó sú að evran henti best. „Ég hef svo sem áður komið fram og sagt að meginrökin hnígi að því að þetta sé stór gjaldmiðill. Ávinningurinn af því að taka upp aðra mynt er því meiri eftir því sem gjaldmiðillinn er stærri. Hann er líka meiri eftir því sem viðskipti okkar við myntsvæðið eru meiri. Þá hníga þessi efnahagslegu rök að því að sá gjaldmiðill sé evran. Við útilokum í rauninni ekkert annað og erum nú að framkvæma rannsókn þar sem við reynum að svara þessum spurningum." Aðrir gjaldmiðlar hafa þó verið nefndir til sögunnar, en álitsgjafar hafa nefnt bæði Bandaríkjadal og Kanadadal sem hugsanlega akkerisgjaldmiðla gagnvart Íslandi. Þórarinn segir þó að þeir henti verr en evran út frá rökum um að viðskipti okkar við viðkomandi myntsvæði séu sem mest til að hámarka ávinninginn af fastgengisstefnunni. „Viðskiptin við evrusvæðið eru um helmingurinn af okkar utanríkisviðskiptum. Bandaríkin eru rúmlega tíu prósent og Kanada innan við eitt prósent, ef ég man rétt. Út frá þessum rökum hentar evran klárlega betur en hinir tveir." Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Að mati aðalhagfræðings seðlabankans er evran heppilegust ef íslendingar ákveða að reka fastgengisstefnu gagnvart öðrum gjaldmiðli. Hann segir Íslendinga ekki eiga nógu mikil viðskipti við Kanadamenn til að dollarinn sé betri. Þórarinn Pétursson, aðalhagfræðingur seðlabankans, mælir með fastgengisstefnu fyrir Ísland ef marka má niðurstöður rannsókna hans. Þær benda til að sjálfstæður gjaldmiðill í litlu hagkerfi virki sveifluvaldandi, frekar en sveiflujafnandi, eins og fréttastofa hefur greint frá. „Þær benda til þess að hörð fastgengisstefna sé það sem við ættum að taka upp. Það getur verið innganga í myntbandalag eða myntráð," segir Þórarinn, en myntráð merkir að erlend mynt stendur á bak við alla peninga í umferð. Hann segir að „mjúk" fastgengisstefna, þar sem seðlabankinn ákveður einhliða að binda gengið öðrum gjaldmiðli, skapi ekki sama ávinning. Í rannsókninni er ekki tekin afstaða til þess gagnvart hvaða gjaldmiðli væri heppilegast að festa gengið, þó verið sé að rannsaka það í seðlabankanum. Persónuleg skoðun Þórarins er þó sú að evran henti best. „Ég hef svo sem áður komið fram og sagt að meginrökin hnígi að því að þetta sé stór gjaldmiðill. Ávinningurinn af því að taka upp aðra mynt er því meiri eftir því sem gjaldmiðillinn er stærri. Hann er líka meiri eftir því sem viðskipti okkar við myntsvæðið eru meiri. Þá hníga þessi efnahagslegu rök að því að sá gjaldmiðill sé evran. Við útilokum í rauninni ekkert annað og erum nú að framkvæma rannsókn þar sem við reynum að svara þessum spurningum." Aðrir gjaldmiðlar hafa þó verið nefndir til sögunnar, en álitsgjafar hafa nefnt bæði Bandaríkjadal og Kanadadal sem hugsanlega akkerisgjaldmiðla gagnvart Íslandi. Þórarinn segir þó að þeir henti verr en evran út frá rökum um að viðskipti okkar við viðkomandi myntsvæði séu sem mest til að hámarka ávinninginn af fastgengisstefnunni. „Viðskiptin við evrusvæðið eru um helmingurinn af okkar utanríkisviðskiptum. Bandaríkin eru rúmlega tíu prósent og Kanada innan við eitt prósent, ef ég man rétt. Út frá þessum rökum hentar evran klárlega betur en hinir tveir."
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira