MR er ekki besti skólinn Auðunn Lúthersson skrifar 1. júní 2011 12:43 Ég heiti Auðunn Lúthersson og ég er átján ára MR-ingur. Í lopapeysu. Og grænmetisæta. Og í Morfís. Það eina sem gæti gert mig meira óþolandi væri að vera úr Vesturbænum. Í kjölfar niðurstöðu könnunar sem tímaritið Frjáls Verslun birti nýverið um að MR væri besti skólinn fóru netheimarnir á fullt. Lopapeysurnar hömpuðu niðurstöðunum óspart en aðrir kvörtuðu undan könnuninni, gæðum hennar og bentu á ýmsa vankanta hennar. Margir í hópi þeirra síðarnefndu vildu meina að enginn skóli gæti mælst betri en einhver annar. En eru skólarnir allir jafngóðir? Skiptir það nokkru máli hvert þú sækir nám þitt? Getur þú ekki allt eins farið í þann sem er næst þér? Í sjálfu sér er ég er sammála því að könnunin sé að mörgu leyti gölluð. Það eru mikilvægari hlutir til þess að taka inn í reikninginn en gengi framhaldsskólanema í Morfís hvað gæði menntastofnunarinnar varðar. Engu að síður er þörf umræða fyrir mati á íslenskum framhaldsskólum. Sérstaklega í ljósi laga um hverfisskóla sem nýverið voru tekin í gildi. Þau kveða á um að 45 % allra nemenda sem skólar taka inn skulu vera úr nágrenni þeirra menntastofnunnar. Í kjölfarið urðu þeir skólar sem hlutu mikla aðsókn að samþykkja nemendur með lægri einkunnir á þeim forsendum að þeir byggju í því tiltekna hverfi. Og um leið hafna námsmönnum með hærri einkunnir. Auðvitað er það persónubundið mat hvers og eins að einhver skóli sé „betri“ en aðrir, til dæmis fíla margir sig betur í FG en í MH og öfugt. Þar af leiðandi er fyrirsögnin býsna villandi. En afstæði gæða á menntaskólum er engu að síður ótrúleg ofureinföldun. Sannleikurinn er sá að sumir skólar bjóða upp á meiri (og ef ég gerist svo djarfur, betri) menntun en aðrir. Þeim einstaklingum, sem vilja stunda kröfumikið bóklegt nám, hlýtur því að finnast MR betri skóli en til dæmis Iðnskólinn í Hafnarfirði. Í skólum á borð við MR, VÍ og MH eru hreinlega gerðar meiri kröfur á bóklegum sviðum til nemenda en annars staðar. En það er líka gott og gilt. Annar galli á þessari fyrirsögn er sá að ekki er tekið tillit til þeirra framfara nemenda sem geta átt sér stað. Framhaldsskólaganga er kjörið tækifæri fyrir nemendur til þess að velja sér nám við sitt hæfi á sínu áhugasviði. Nemendum með námsörðugleika ber að gefa kost á námi sem er sérsniðið að þeirra þörfum. Þeim á ekki að steypa í sama mót og öðrum nemendum heldur veita tækifæri til þess að blómstra á sviði við þeirra hæfi. En til þess að slíkir nemendur geti gert það verða þeir að leita utan síns afmarkaða hverfis. Þeir sem eiga auðvelt með bóklegt nám eiga að fá að blómstra á sínu sviði rétt eins og þeir sem eru öðrum hæfileikum gæddir. Deilur um hvaða gáfur eru ágætastar gæti tekið heila eilífð, eða tvær. En sú staðreynd að munur sé á framhaldsskólum er óumdeilanleg. Framhaldsskólar landsins eru misgóðir, allir á sínu sviði, en muninn þeirra á milli á ekki að hræðast heldur að fagna. Rétt eins og litrófi nemendanna sem í skólana munu ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Auðunn Lúthersson og ég er átján ára MR-ingur. Í lopapeysu. Og grænmetisæta. Og í Morfís. Það eina sem gæti gert mig meira óþolandi væri að vera úr Vesturbænum. Í kjölfar niðurstöðu könnunar sem tímaritið Frjáls Verslun birti nýverið um að MR væri besti skólinn fóru netheimarnir á fullt. Lopapeysurnar hömpuðu niðurstöðunum óspart en aðrir kvörtuðu undan könnuninni, gæðum hennar og bentu á ýmsa vankanta hennar. Margir í hópi þeirra síðarnefndu vildu meina að enginn skóli gæti mælst betri en einhver annar. En eru skólarnir allir jafngóðir? Skiptir það nokkru máli hvert þú sækir nám þitt? Getur þú ekki allt eins farið í þann sem er næst þér? Í sjálfu sér er ég er sammála því að könnunin sé að mörgu leyti gölluð. Það eru mikilvægari hlutir til þess að taka inn í reikninginn en gengi framhaldsskólanema í Morfís hvað gæði menntastofnunarinnar varðar. Engu að síður er þörf umræða fyrir mati á íslenskum framhaldsskólum. Sérstaklega í ljósi laga um hverfisskóla sem nýverið voru tekin í gildi. Þau kveða á um að 45 % allra nemenda sem skólar taka inn skulu vera úr nágrenni þeirra menntastofnunnar. Í kjölfarið urðu þeir skólar sem hlutu mikla aðsókn að samþykkja nemendur með lægri einkunnir á þeim forsendum að þeir byggju í því tiltekna hverfi. Og um leið hafna námsmönnum með hærri einkunnir. Auðvitað er það persónubundið mat hvers og eins að einhver skóli sé „betri“ en aðrir, til dæmis fíla margir sig betur í FG en í MH og öfugt. Þar af leiðandi er fyrirsögnin býsna villandi. En afstæði gæða á menntaskólum er engu að síður ótrúleg ofureinföldun. Sannleikurinn er sá að sumir skólar bjóða upp á meiri (og ef ég gerist svo djarfur, betri) menntun en aðrir. Þeim einstaklingum, sem vilja stunda kröfumikið bóklegt nám, hlýtur því að finnast MR betri skóli en til dæmis Iðnskólinn í Hafnarfirði. Í skólum á borð við MR, VÍ og MH eru hreinlega gerðar meiri kröfur á bóklegum sviðum til nemenda en annars staðar. En það er líka gott og gilt. Annar galli á þessari fyrirsögn er sá að ekki er tekið tillit til þeirra framfara nemenda sem geta átt sér stað. Framhaldsskólaganga er kjörið tækifæri fyrir nemendur til þess að velja sér nám við sitt hæfi á sínu áhugasviði. Nemendum með námsörðugleika ber að gefa kost á námi sem er sérsniðið að þeirra þörfum. Þeim á ekki að steypa í sama mót og öðrum nemendum heldur veita tækifæri til þess að blómstra á sviði við þeirra hæfi. En til þess að slíkir nemendur geti gert það verða þeir að leita utan síns afmarkaða hverfis. Þeir sem eiga auðvelt með bóklegt nám eiga að fá að blómstra á sínu sviði rétt eins og þeir sem eru öðrum hæfileikum gæddir. Deilur um hvaða gáfur eru ágætastar gæti tekið heila eilífð, eða tvær. En sú staðreynd að munur sé á framhaldsskólum er óumdeilanleg. Framhaldsskólar landsins eru misgóðir, allir á sínu sviði, en muninn þeirra á milli á ekki að hræðast heldur að fagna. Rétt eins og litrófi nemendanna sem í skólana munu ganga.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun