MR er ekki besti skólinn Auðunn Lúthersson skrifar 1. júní 2011 12:43 Ég heiti Auðunn Lúthersson og ég er átján ára MR-ingur. Í lopapeysu. Og grænmetisæta. Og í Morfís. Það eina sem gæti gert mig meira óþolandi væri að vera úr Vesturbænum. Í kjölfar niðurstöðu könnunar sem tímaritið Frjáls Verslun birti nýverið um að MR væri besti skólinn fóru netheimarnir á fullt. Lopapeysurnar hömpuðu niðurstöðunum óspart en aðrir kvörtuðu undan könnuninni, gæðum hennar og bentu á ýmsa vankanta hennar. Margir í hópi þeirra síðarnefndu vildu meina að enginn skóli gæti mælst betri en einhver annar. En eru skólarnir allir jafngóðir? Skiptir það nokkru máli hvert þú sækir nám þitt? Getur þú ekki allt eins farið í þann sem er næst þér? Í sjálfu sér er ég er sammála því að könnunin sé að mörgu leyti gölluð. Það eru mikilvægari hlutir til þess að taka inn í reikninginn en gengi framhaldsskólanema í Morfís hvað gæði menntastofnunarinnar varðar. Engu að síður er þörf umræða fyrir mati á íslenskum framhaldsskólum. Sérstaklega í ljósi laga um hverfisskóla sem nýverið voru tekin í gildi. Þau kveða á um að 45 % allra nemenda sem skólar taka inn skulu vera úr nágrenni þeirra menntastofnunnar. Í kjölfarið urðu þeir skólar sem hlutu mikla aðsókn að samþykkja nemendur með lægri einkunnir á þeim forsendum að þeir byggju í því tiltekna hverfi. Og um leið hafna námsmönnum með hærri einkunnir. Auðvitað er það persónubundið mat hvers og eins að einhver skóli sé „betri“ en aðrir, til dæmis fíla margir sig betur í FG en í MH og öfugt. Þar af leiðandi er fyrirsögnin býsna villandi. En afstæði gæða á menntaskólum er engu að síður ótrúleg ofureinföldun. Sannleikurinn er sá að sumir skólar bjóða upp á meiri (og ef ég gerist svo djarfur, betri) menntun en aðrir. Þeim einstaklingum, sem vilja stunda kröfumikið bóklegt nám, hlýtur því að finnast MR betri skóli en til dæmis Iðnskólinn í Hafnarfirði. Í skólum á borð við MR, VÍ og MH eru hreinlega gerðar meiri kröfur á bóklegum sviðum til nemenda en annars staðar. En það er líka gott og gilt. Annar galli á þessari fyrirsögn er sá að ekki er tekið tillit til þeirra framfara nemenda sem geta átt sér stað. Framhaldsskólaganga er kjörið tækifæri fyrir nemendur til þess að velja sér nám við sitt hæfi á sínu áhugasviði. Nemendum með námsörðugleika ber að gefa kost á námi sem er sérsniðið að þeirra þörfum. Þeim á ekki að steypa í sama mót og öðrum nemendum heldur veita tækifæri til þess að blómstra á sviði við þeirra hæfi. En til þess að slíkir nemendur geti gert það verða þeir að leita utan síns afmarkaða hverfis. Þeir sem eiga auðvelt með bóklegt nám eiga að fá að blómstra á sínu sviði rétt eins og þeir sem eru öðrum hæfileikum gæddir. Deilur um hvaða gáfur eru ágætastar gæti tekið heila eilífð, eða tvær. En sú staðreynd að munur sé á framhaldsskólum er óumdeilanleg. Framhaldsskólar landsins eru misgóðir, allir á sínu sviði, en muninn þeirra á milli á ekki að hræðast heldur að fagna. Rétt eins og litrófi nemendanna sem í skólana munu ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Auðunn Lúthersson og ég er átján ára MR-ingur. Í lopapeysu. Og grænmetisæta. Og í Morfís. Það eina sem gæti gert mig meira óþolandi væri að vera úr Vesturbænum. Í kjölfar niðurstöðu könnunar sem tímaritið Frjáls Verslun birti nýverið um að MR væri besti skólinn fóru netheimarnir á fullt. Lopapeysurnar hömpuðu niðurstöðunum óspart en aðrir kvörtuðu undan könnuninni, gæðum hennar og bentu á ýmsa vankanta hennar. Margir í hópi þeirra síðarnefndu vildu meina að enginn skóli gæti mælst betri en einhver annar. En eru skólarnir allir jafngóðir? Skiptir það nokkru máli hvert þú sækir nám þitt? Getur þú ekki allt eins farið í þann sem er næst þér? Í sjálfu sér er ég er sammála því að könnunin sé að mörgu leyti gölluð. Það eru mikilvægari hlutir til þess að taka inn í reikninginn en gengi framhaldsskólanema í Morfís hvað gæði menntastofnunarinnar varðar. Engu að síður er þörf umræða fyrir mati á íslenskum framhaldsskólum. Sérstaklega í ljósi laga um hverfisskóla sem nýverið voru tekin í gildi. Þau kveða á um að 45 % allra nemenda sem skólar taka inn skulu vera úr nágrenni þeirra menntastofnunnar. Í kjölfarið urðu þeir skólar sem hlutu mikla aðsókn að samþykkja nemendur með lægri einkunnir á þeim forsendum að þeir byggju í því tiltekna hverfi. Og um leið hafna námsmönnum með hærri einkunnir. Auðvitað er það persónubundið mat hvers og eins að einhver skóli sé „betri“ en aðrir, til dæmis fíla margir sig betur í FG en í MH og öfugt. Þar af leiðandi er fyrirsögnin býsna villandi. En afstæði gæða á menntaskólum er engu að síður ótrúleg ofureinföldun. Sannleikurinn er sá að sumir skólar bjóða upp á meiri (og ef ég gerist svo djarfur, betri) menntun en aðrir. Þeim einstaklingum, sem vilja stunda kröfumikið bóklegt nám, hlýtur því að finnast MR betri skóli en til dæmis Iðnskólinn í Hafnarfirði. Í skólum á borð við MR, VÍ og MH eru hreinlega gerðar meiri kröfur á bóklegum sviðum til nemenda en annars staðar. En það er líka gott og gilt. Annar galli á þessari fyrirsögn er sá að ekki er tekið tillit til þeirra framfara nemenda sem geta átt sér stað. Framhaldsskólaganga er kjörið tækifæri fyrir nemendur til þess að velja sér nám við sitt hæfi á sínu áhugasviði. Nemendum með námsörðugleika ber að gefa kost á námi sem er sérsniðið að þeirra þörfum. Þeim á ekki að steypa í sama mót og öðrum nemendum heldur veita tækifæri til þess að blómstra á sviði við þeirra hæfi. En til þess að slíkir nemendur geti gert það verða þeir að leita utan síns afmarkaða hverfis. Þeir sem eiga auðvelt með bóklegt nám eiga að fá að blómstra á sínu sviði rétt eins og þeir sem eru öðrum hæfileikum gæddir. Deilur um hvaða gáfur eru ágætastar gæti tekið heila eilífð, eða tvær. En sú staðreynd að munur sé á framhaldsskólum er óumdeilanleg. Framhaldsskólar landsins eru misgóðir, allir á sínu sviði, en muninn þeirra á milli á ekki að hræðast heldur að fagna. Rétt eins og litrófi nemendanna sem í skólana munu ganga.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun