MR er ekki besti skólinn Auðunn Lúthersson skrifar 1. júní 2011 12:43 Ég heiti Auðunn Lúthersson og ég er átján ára MR-ingur. Í lopapeysu. Og grænmetisæta. Og í Morfís. Það eina sem gæti gert mig meira óþolandi væri að vera úr Vesturbænum. Í kjölfar niðurstöðu könnunar sem tímaritið Frjáls Verslun birti nýverið um að MR væri besti skólinn fóru netheimarnir á fullt. Lopapeysurnar hömpuðu niðurstöðunum óspart en aðrir kvörtuðu undan könnuninni, gæðum hennar og bentu á ýmsa vankanta hennar. Margir í hópi þeirra síðarnefndu vildu meina að enginn skóli gæti mælst betri en einhver annar. En eru skólarnir allir jafngóðir? Skiptir það nokkru máli hvert þú sækir nám þitt? Getur þú ekki allt eins farið í þann sem er næst þér? Í sjálfu sér er ég er sammála því að könnunin sé að mörgu leyti gölluð. Það eru mikilvægari hlutir til þess að taka inn í reikninginn en gengi framhaldsskólanema í Morfís hvað gæði menntastofnunarinnar varðar. Engu að síður er þörf umræða fyrir mati á íslenskum framhaldsskólum. Sérstaklega í ljósi laga um hverfisskóla sem nýverið voru tekin í gildi. Þau kveða á um að 45 % allra nemenda sem skólar taka inn skulu vera úr nágrenni þeirra menntastofnunnar. Í kjölfarið urðu þeir skólar sem hlutu mikla aðsókn að samþykkja nemendur með lægri einkunnir á þeim forsendum að þeir byggju í því tiltekna hverfi. Og um leið hafna námsmönnum með hærri einkunnir. Auðvitað er það persónubundið mat hvers og eins að einhver skóli sé „betri“ en aðrir, til dæmis fíla margir sig betur í FG en í MH og öfugt. Þar af leiðandi er fyrirsögnin býsna villandi. En afstæði gæða á menntaskólum er engu að síður ótrúleg ofureinföldun. Sannleikurinn er sá að sumir skólar bjóða upp á meiri (og ef ég gerist svo djarfur, betri) menntun en aðrir. Þeim einstaklingum, sem vilja stunda kröfumikið bóklegt nám, hlýtur því að finnast MR betri skóli en til dæmis Iðnskólinn í Hafnarfirði. Í skólum á borð við MR, VÍ og MH eru hreinlega gerðar meiri kröfur á bóklegum sviðum til nemenda en annars staðar. En það er líka gott og gilt. Annar galli á þessari fyrirsögn er sá að ekki er tekið tillit til þeirra framfara nemenda sem geta átt sér stað. Framhaldsskólaganga er kjörið tækifæri fyrir nemendur til þess að velja sér nám við sitt hæfi á sínu áhugasviði. Nemendum með námsörðugleika ber að gefa kost á námi sem er sérsniðið að þeirra þörfum. Þeim á ekki að steypa í sama mót og öðrum nemendum heldur veita tækifæri til þess að blómstra á sviði við þeirra hæfi. En til þess að slíkir nemendur geti gert það verða þeir að leita utan síns afmarkaða hverfis. Þeir sem eiga auðvelt með bóklegt nám eiga að fá að blómstra á sínu sviði rétt eins og þeir sem eru öðrum hæfileikum gæddir. Deilur um hvaða gáfur eru ágætastar gæti tekið heila eilífð, eða tvær. En sú staðreynd að munur sé á framhaldsskólum er óumdeilanleg. Framhaldsskólar landsins eru misgóðir, allir á sínu sviði, en muninn þeirra á milli á ekki að hræðast heldur að fagna. Rétt eins og litrófi nemendanna sem í skólana munu ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Ég heiti Auðunn Lúthersson og ég er átján ára MR-ingur. Í lopapeysu. Og grænmetisæta. Og í Morfís. Það eina sem gæti gert mig meira óþolandi væri að vera úr Vesturbænum. Í kjölfar niðurstöðu könnunar sem tímaritið Frjáls Verslun birti nýverið um að MR væri besti skólinn fóru netheimarnir á fullt. Lopapeysurnar hömpuðu niðurstöðunum óspart en aðrir kvörtuðu undan könnuninni, gæðum hennar og bentu á ýmsa vankanta hennar. Margir í hópi þeirra síðarnefndu vildu meina að enginn skóli gæti mælst betri en einhver annar. En eru skólarnir allir jafngóðir? Skiptir það nokkru máli hvert þú sækir nám þitt? Getur þú ekki allt eins farið í þann sem er næst þér? Í sjálfu sér er ég er sammála því að könnunin sé að mörgu leyti gölluð. Það eru mikilvægari hlutir til þess að taka inn í reikninginn en gengi framhaldsskólanema í Morfís hvað gæði menntastofnunarinnar varðar. Engu að síður er þörf umræða fyrir mati á íslenskum framhaldsskólum. Sérstaklega í ljósi laga um hverfisskóla sem nýverið voru tekin í gildi. Þau kveða á um að 45 % allra nemenda sem skólar taka inn skulu vera úr nágrenni þeirra menntastofnunnar. Í kjölfarið urðu þeir skólar sem hlutu mikla aðsókn að samþykkja nemendur með lægri einkunnir á þeim forsendum að þeir byggju í því tiltekna hverfi. Og um leið hafna námsmönnum með hærri einkunnir. Auðvitað er það persónubundið mat hvers og eins að einhver skóli sé „betri“ en aðrir, til dæmis fíla margir sig betur í FG en í MH og öfugt. Þar af leiðandi er fyrirsögnin býsna villandi. En afstæði gæða á menntaskólum er engu að síður ótrúleg ofureinföldun. Sannleikurinn er sá að sumir skólar bjóða upp á meiri (og ef ég gerist svo djarfur, betri) menntun en aðrir. Þeim einstaklingum, sem vilja stunda kröfumikið bóklegt nám, hlýtur því að finnast MR betri skóli en til dæmis Iðnskólinn í Hafnarfirði. Í skólum á borð við MR, VÍ og MH eru hreinlega gerðar meiri kröfur á bóklegum sviðum til nemenda en annars staðar. En það er líka gott og gilt. Annar galli á þessari fyrirsögn er sá að ekki er tekið tillit til þeirra framfara nemenda sem geta átt sér stað. Framhaldsskólaganga er kjörið tækifæri fyrir nemendur til þess að velja sér nám við sitt hæfi á sínu áhugasviði. Nemendum með námsörðugleika ber að gefa kost á námi sem er sérsniðið að þeirra þörfum. Þeim á ekki að steypa í sama mót og öðrum nemendum heldur veita tækifæri til þess að blómstra á sviði við þeirra hæfi. En til þess að slíkir nemendur geti gert það verða þeir að leita utan síns afmarkaða hverfis. Þeir sem eiga auðvelt með bóklegt nám eiga að fá að blómstra á sínu sviði rétt eins og þeir sem eru öðrum hæfileikum gæddir. Deilur um hvaða gáfur eru ágætastar gæti tekið heila eilífð, eða tvær. En sú staðreynd að munur sé á framhaldsskólum er óumdeilanleg. Framhaldsskólar landsins eru misgóðir, allir á sínu sviði, en muninn þeirra á milli á ekki að hræðast heldur að fagna. Rétt eins og litrófi nemendanna sem í skólana munu ganga.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun