Tískukóngurinn Kevin Stanford klórar í bakkann 5. júní 2011 09:03 Fyrir aðeins tveimur árum horfði tískukóngurinn Kevin Stanford fram á eitt stærsta persónulega gjaldþrot sögunnar í Bretlandi. Þessum fyrrum viðskiptafélaga Baugs og einum af stærstu skuldurum Kaupþings hefur hinsvegar tekist að klóra svo vel í bakkann að hann heldur enn hluta af fyrra veldi sínu. Í The Observer, sunnudagsblaði The Guardian, er að finna ítarlega úttekt á viðskiptaferli Kevin Stanford en sá ferill sogaðist niður í hringiðu bankahrunsins á Íslandi. Langur listi af eignum Stanford komst í hendur skilanefnda íslensku bankanna eða urðu gjaldþrota. Meðal þessara eigna má nefna Woolworths, Marks & Spencer, Moss Bros, Debenhams, Booker, French Connection, Mulberry, Ghost, Karen Millen, Oasis, Principles and Warehouse. Þá var Kevin Stanford um tíma fjórði stærsti hluthafinn í Kaupþingi á sama tíma og sá banki hafði veitt honum lán upp á samtals 450 milljónir punda eða um 84 milljarða kr. á núvirði. Þessi viðskipti eru til rannsóknar m.a. hjá sérstökum saksóknara. Í dag hefur Stanford náð aftur 15% hlut í tískukeðjunni All Saints með aðstoð bandarískra fjárfesta. Hann heldur enn rándýru 16. aldar sveitasetri sínu í Kent, þótt það sé nú raunar veðett að hluta. Þá stjórnar hann enn þyrluleigu- og limmósínþjónustu. Og Stanford er enn skráður, a.m.k. að nafninu til, fyrir hlut í House of Fraser og fasteignafélagi um stórmarkað. Þessi auðæfi Stanfords eru þó ekki nema svipur hjá sjón miðað við fyrir nokkrum árum. Stanford var áður í hópu auðugustu manna í breska tískugeiranum með auðæfi upp á 220 milljónir punda. Hann náði ekki inn á lista Sunday Times um auðugustu menn Bretlands á síðustu þremur árum. Hvað Kaupþing varðar á Stanford í málaferlum við þrotabú Singer & Friedlander (KSF) dótturbanka Kaupþings í Bretlandi. Nýlega var lekið bréfi frá lögmönnum Stanford þar sem þeir hóta að leggja fram 130 milljóna punda mótkröfu á hendur KSF þar sem stjórnendur bankans hafi blekkt Stanford. Stjórnendur KSF í London, Reykjavík og Lúxemborg hafi notað Stanford án hans vitneskju í ólöglegum ráðagerðum um að auka virði hlutafjár í hinum deyjandi banka, að því er segir í The Observer. Nefnt er til sögunnar að bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz halda því einnig fram að stjórnendur Kaupþings hafi blekkt þá með sama hætti. Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fyrir aðeins tveimur árum horfði tískukóngurinn Kevin Stanford fram á eitt stærsta persónulega gjaldþrot sögunnar í Bretlandi. Þessum fyrrum viðskiptafélaga Baugs og einum af stærstu skuldurum Kaupþings hefur hinsvegar tekist að klóra svo vel í bakkann að hann heldur enn hluta af fyrra veldi sínu. Í The Observer, sunnudagsblaði The Guardian, er að finna ítarlega úttekt á viðskiptaferli Kevin Stanford en sá ferill sogaðist niður í hringiðu bankahrunsins á Íslandi. Langur listi af eignum Stanford komst í hendur skilanefnda íslensku bankanna eða urðu gjaldþrota. Meðal þessara eigna má nefna Woolworths, Marks & Spencer, Moss Bros, Debenhams, Booker, French Connection, Mulberry, Ghost, Karen Millen, Oasis, Principles and Warehouse. Þá var Kevin Stanford um tíma fjórði stærsti hluthafinn í Kaupþingi á sama tíma og sá banki hafði veitt honum lán upp á samtals 450 milljónir punda eða um 84 milljarða kr. á núvirði. Þessi viðskipti eru til rannsóknar m.a. hjá sérstökum saksóknara. Í dag hefur Stanford náð aftur 15% hlut í tískukeðjunni All Saints með aðstoð bandarískra fjárfesta. Hann heldur enn rándýru 16. aldar sveitasetri sínu í Kent, þótt það sé nú raunar veðett að hluta. Þá stjórnar hann enn þyrluleigu- og limmósínþjónustu. Og Stanford er enn skráður, a.m.k. að nafninu til, fyrir hlut í House of Fraser og fasteignafélagi um stórmarkað. Þessi auðæfi Stanfords eru þó ekki nema svipur hjá sjón miðað við fyrir nokkrum árum. Stanford var áður í hópu auðugustu manna í breska tískugeiranum með auðæfi upp á 220 milljónir punda. Hann náði ekki inn á lista Sunday Times um auðugustu menn Bretlands á síðustu þremur árum. Hvað Kaupþing varðar á Stanford í málaferlum við þrotabú Singer & Friedlander (KSF) dótturbanka Kaupþings í Bretlandi. Nýlega var lekið bréfi frá lögmönnum Stanford þar sem þeir hóta að leggja fram 130 milljóna punda mótkröfu á hendur KSF þar sem stjórnendur bankans hafi blekkt Stanford. Stjórnendur KSF í London, Reykjavík og Lúxemborg hafi notað Stanford án hans vitneskju í ólöglegum ráðagerðum um að auka virði hlutafjár í hinum deyjandi banka, að því er segir í The Observer. Nefnt er til sögunnar að bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz halda því einnig fram að stjórnendur Kaupþings hafi blekkt þá með sama hætti.
Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira