Viðskipti innlent

Með mestu veltuna á skuldabréfamarkaði

Íslandsbanki var með mestu veltuna á skuldabréfamarkaði í maí, með 27% hlutdeild, samkvæmt tilkynningu frá bankanum. Alls nam veltan 216,4 milljörðum króna sem er rúmlega 20 milljörðum meira en meðaltal þessa árs.

Heildarveltan á skuldabréfamarkaði í Kauphöllinni það sem af er þessu ári nemur tæplega eitt þúsund milljörðum króna. Heildarveltan á hlutabréfamarkaði á sama tíma er um 24 sinnum lægri, eða rúmir fjörutíu milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×