Viðskipti innlent

AGS vill hraða skuldaúrlausnum fyrir heimili og fyrirtæki

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir að íslensk stjórnvöldi eigi að hraða endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja. Nýjar úrlausnir sem kynntar hafa verið eigi að komast í gagnið eins fljótt og auðið er.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sjóðnum sem birt var á vefsíðu hans fyrir helgina um leið og fimmta endurskoðunin fyrir áætlun sjóðsins og Íslands var samþykkt.

Mjög jákvæður tónn er að öðru leyti í tilkynningunni um þróun efnahagsmála hérlendis. Icesave er þó áfram til umræðu en í tilkynningunni segir að auknar endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans muni takmarka fjárútlát ríkisins. Hinsvegar geti dómsmál vegna Icesave aukið fjármálaáhættuna fyrir landið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×