Viðskipti innlent

Deloitte samþykkt sem viðurkenndur ráðgjafi í Kauphöllinni

Kauphöllin hefur samþykkt að Deloitte hf. verði viðurkenndur ráðgjafi á First North Iceland. Hlutverk viðurkennds ráðgjafa felst í því að vera til ráðgjafar og aðstoðar fyrirtækjum við skráningu á First North og á meðan bréf þeirra eru í viðskiptum á markaðnum.

”Við bjóðum Deloitte velkomið í hóp viðurkenndra ráðgjafa á íslenska First North markaðnum. Stjórnendur fyrirtækja í vexti eru nú í æ meira mæli að skoða möguleikann á skráningu á First North og það er mikilvægt að þeir geti leitað eftir faglegri ráðgjöf hjá viðurkenndum ráðgjöfum eins og Deloitte í þeim undirbúningi,” segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar í tilkynningu um málið.

”First North hefur alla burði til að vera blómlegur markaður sem styður við vöxt og viðgang smærri fyrirtækja en kostir markaðarins eru ótvíræðir fyrir þennan stærðarflokk.”

”Það er okkur mikill heiður að hljóta samþykki sem viðurkenndur ráðgjafi á First North markaðnum.  Hjá Deloitte starfa sérfræðingar með víðtæka þekkingu og reynslu sem tryggir faglega og áreiðanlega ráðgjöf til fyrirtækja sem stefna að skráningu eða eru með bréf sín skráð á markað” segir Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte.

Viðurkenndur ráðgjafi á First North hefur þá ábyrgð að fylgjast með því að skráð félög uppfylli ávallt þær aðgangskröfur og upplýsingaskyldur sem gilda á First North.

Deloitte er áttunda fyrirtækið sem gegnir hlutverki viðurkennds ráðgjafa á First North Iceland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×