Viðskipti innlent

Ellefu íþróttafélög fengu alls 9 milljón króna styrk

Rannveig, Guðmundur Rúnar og Hrafnkell ásamt fulltrúum aðildarfélaga ÍBH við afhendingu styrkjanna í Straumsvík í gær.
Rannveig, Guðmundur Rúnar og Hrafnkell ásamt fulltrúum aðildarfélaga ÍBH við afhendingu styrkjanna í Straumsvík í gær.
Ellefu aðildarfélög Íþróttabandalags Hafnarfjarðar hlutu í gær samtals 9 milljóna króna styrki til eflingar barna- og unglingastarfs félaganna. Að styrkjunum standa Hafnarfjarðarbær og Rio Tinto Alcan á Íslandi og voru þeir afhentir í höfuðstöðvum álversins í Straumsvík.

Um er að ræða fyrri afhendingu ársins á árlegum 15 milljóna króna styrk samkvæmt samstarfssamningi ÍBH, Rio Tinto Alcan og Hafnarfjarðarbæjar. Greiðir Rio Tinto Alcan 9 milljónir á ári og Hafnarfjarðarbær 6 milljónir.

Samstarf þessara þriggja aðila hefur staðið frá árinu 2001.

Fjárhæð vorúthlutunar skiptist á félögin eftir fjölda iðkenda 16 ára og yngri en við desemberúthlutun er útdeilt með hliðsjón af námskrám félaganna og menntunarstigi þjálfara.

Eftirfarandi félög hlutu styrk í gær:

Knattspyrnufélagið Haukar                           2.737.023,-

Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH)                    2.188.456,-

Fimleikafélagið Björk                                   2.014.000,-

Sundfélag Hafnarfjarðar (SH)                          604.781,-

Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar (DÍH)                362.481,-

Golfklúbburinn Keilir                                       354.728,-

Badmintonfélag Hafnarfjarðar (BH)                   323.713,-

Siglingaklúbburinn Þytur                                 222.916,-

Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar (HFH)                   96.920,-

Hestamannafélagið Sörli                                   58.152,-

Íþróttafélagið Fjörður                                      36.830,-

Rannveig Rist, forstjóri álversins, Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri og Hrafnkell Marinósson, formaður ÍBH, lögðu öll áherslu á mikilvægi þessa samstarfs fyrir íþróttalíf bæjarins, og þann margvíslega samfélagslega ávinning sem öflugt íþróttastarf hefur í för með sér. Hafði Rannveig jafnframt á orði að gullsöfnun hafnfirskra íþróttamanna væri orðin slík að móðurfélag álversins, Rio Tinto, væri farið að muna talsvert um hana, en gull er ein af afurðum fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×