Viðskipti innlent

Vilja losna á veiku gengi

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Fyrsta gjaldeyrisútboði Seðlabankans er lokið og bárust tilboð fyrir sextíu og einn milljarð. Í tilkynningu frá bankanum segir að tilboðum hafi verið tekið fyrir 13,4 milljarða og var lágmarksverð samþykktra tilboða 215 krónur fyrir evru. Meðalverð nam hinsvegar tæpum 219 krónum á evru.

Útboðið er liður í losun gjaldeyrishaftanna en athygli vekur að eigendur aflandskróna vilja losa um krónueignir sínar á mun veikara gengi en hinu skráða gengi krónunnar, sem er um 165 krónur fyrir evruna um þessar mundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×