Viðskipti innlent

Farþegum Icelandair fjölgaði um 22% milli ára í maí

Icelandair flutti 136 þúsund farþega í maí og fjölgaði þeim um 22% á milli ára.  Sætanýting var 77,2%. 

Farþegar Icelandair fyrstu fimm mánuði ársins námu rúmlega hálfri milljón og voru hundrað þúsund fleiri en á sama tímabili á síðasta ári. Flugfélag Íslands flutti 28% fleiri farþega í maí á þessu ári en í maí í fyrra, sem samsvarar framboðsaukningu félagsins á milli ára.  Sætanýting var 63,6%.

Þetta kemur fram í flutningstölum félagsins fyrir maímánuð. Fraktflutningar um 3% í maí miðað við síðasta ár og skýrist aukningin fyrst og fremst af meiri innflutningi til Íslands.

Hafa ber í huga að eldgosið í Eyjafjallajökli á síðasta ári og í Grímsvötnum á þessu ári skekkir eitthvað samanburð á milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×