Perez útskrifaður af spítalanum eftir óhappið í Mónakó 30. maí 2011 16:11 Sergio Perez spjallar við sjónvarpsmenn í Mónakó á tískusýningu fyrir mótshelgina í Mónakó. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Formúlu 1 ökumaðurinn Sergio Perez var útskrifaður af Grace Kelly spítalanum í Mónakó í dag. Hann lenti í óhappi á laugardaginn í tímatökum fyrir kappaksturinn í Mónakó. Perez fékk heilahristing og skrámaðist á læri. Læknar vildu halda honum á spítalanum til að fyllsta öryggis væri gatt varðandi heilsu hans. Perez man ekki eftir öllum sem gerðist í óhappinu á laugardag, en hann kom á mikilli ferð út úr undirgöngunum, snerist í brautinni og skall á vegriði og síðan öryggisvegg. Tímatakan tafðist nokkuð á meðan að hugað var að Perez um borð í bílnum og vakti það kvíða hjá mörgum á staðnum, en tímatakan hélt síðan áfram. Fljótlega bárust upplýsingar að hann hefði ekki meiðst alvarlega. „Ég er allt í lagi. Er með smá verk í fæti og hálsi, en þetta er tengt vöðvum og ekkert til að hafa áhyggjur af. Ég var með svima á sunnudag, en þakka guði fyrir að ég er heill heilsu og hlakka til að fara um borð í bílinn aftur", sagði Perez í fréttatilkynningu frá Sauber. Perez kvaðst þakklátur starfsmönnum spítalans og liðsmönnum sínum sem heimsóttu hann um helgina og öðrum. Hann sagði fjölskylduna hafa verið hjá sér og hann hefði ekki getað svarað öllum skilaboðunum sem hann fékk í símann sinn. „Ég man hvernig þriðja umferðin í tímatökunni byrjaði og man eftir sumu í óhappinu, en minnið er gloppótt eins og sakir standa varðandi björgunaraðgerðirnar. Ég veit ekki hvað olli óhappinu. Tæknimaður minn sagði mér að ekkert vandamál hefði verið í bílnum. Trúlega fór ég út úr aksturslínunni eða bremsaði á mishæð." Perez horfði á keppnina í Mónakó á spítalanum og sagði að það hefði verið synd að geta ekki keppt. Liðsfélagi hans Kamui Kobayahsi náði fjórða sæti í mótinu. „Ég er mjög ánægður hvað liðinu gekk vel og er viss um að við náum sambærilegum árangri fljótlega", sagði Perez. Formúla Íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Sergio Perez var útskrifaður af Grace Kelly spítalanum í Mónakó í dag. Hann lenti í óhappi á laugardaginn í tímatökum fyrir kappaksturinn í Mónakó. Perez fékk heilahristing og skrámaðist á læri. Læknar vildu halda honum á spítalanum til að fyllsta öryggis væri gatt varðandi heilsu hans. Perez man ekki eftir öllum sem gerðist í óhappinu á laugardag, en hann kom á mikilli ferð út úr undirgöngunum, snerist í brautinni og skall á vegriði og síðan öryggisvegg. Tímatakan tafðist nokkuð á meðan að hugað var að Perez um borð í bílnum og vakti það kvíða hjá mörgum á staðnum, en tímatakan hélt síðan áfram. Fljótlega bárust upplýsingar að hann hefði ekki meiðst alvarlega. „Ég er allt í lagi. Er með smá verk í fæti og hálsi, en þetta er tengt vöðvum og ekkert til að hafa áhyggjur af. Ég var með svima á sunnudag, en þakka guði fyrir að ég er heill heilsu og hlakka til að fara um borð í bílinn aftur", sagði Perez í fréttatilkynningu frá Sauber. Perez kvaðst þakklátur starfsmönnum spítalans og liðsmönnum sínum sem heimsóttu hann um helgina og öðrum. Hann sagði fjölskylduna hafa verið hjá sér og hann hefði ekki getað svarað öllum skilaboðunum sem hann fékk í símann sinn. „Ég man hvernig þriðja umferðin í tímatökunni byrjaði og man eftir sumu í óhappinu, en minnið er gloppótt eins og sakir standa varðandi björgunaraðgerðirnar. Ég veit ekki hvað olli óhappinu. Tæknimaður minn sagði mér að ekkert vandamál hefði verið í bílnum. Trúlega fór ég út úr aksturslínunni eða bremsaði á mishæð." Perez horfði á keppnina í Mónakó á spítalanum og sagði að það hefði verið synd að geta ekki keppt. Liðsfélagi hans Kamui Kobayahsi náði fjórða sæti í mótinu. „Ég er mjög ánægður hvað liðinu gekk vel og er viss um að við náum sambærilegum árangri fljótlega", sagði Perez.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira