Enski boltinn

Hargreaves á förum frá Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hargreaves hefur aðallega verið í jakkafötunum hjá Man. Utd.
Hargreaves hefur aðallega verið í jakkafötunum hjá Man. Utd.
Sorgarsögu Owen Hargreaves hjá Man. Utd lýkur brátt því félagið ætlar ekki að bjóða honum nýjan samning. United keypti Hargreaves af FC Bayern árið 2007 fyrir 17 milljónir punda en leikmaðurinn hefur nánast verið meiddur síðan hann kom til Manchester.

Hinn þrítugi Hargreaves lék aðeins tvo leiki fyrir United á síðustu tveimur árum.

"Þetta var erfið ákvörðun enda hefur strákurinn lagt mikið á sig. En við tökum þessa ákvörðun með þá von að hann komi ferli sínum í gang á öðrum stað," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×