Vettel: Mikilvægt að vera fremstur á ráslínu 28. maí 2011 22:03 Mark Webber verður þriðji á ráslínu í Mónakó á morgun, Sebastian Vettel fyrstur og Jenson Button annar. Webber og Button hafa báðir unnið mótið í Mónakó, en Vettel ekki. Mynd: Mark Thompson Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum í dag í Mónakó og sagði á fréttamannafundi að mikilvægt væri að vera fremstur á ráslínu, en mikilvægast hefði verið að Sergio Perez, sem lenti í óhappi í dag væri í lagi. Perez fékk heilahristing og tognaði á mjöðm eftir að hafa skollið á vegriði og síðan runnið á hliðarskreiði á Sauber bíl sínum á öryggisvegg í tímatökunni. Perez keppir ekki á morgun og verður á spítala í nótt. Hann hafði komist í lokaumferð tímatökunnar í fyrsta skipti í Formúlu 1, en hann er nýliði á þessu ári. „Tímatakan er erfið og það þarf að gefa 100% á öllum þremur tímatökusvæðunum. Ég náði góðum tökum á bílnum í lokaumferðinni og var ánægður með það. Það mikilvægasta að heyra var þó að Sergio er í lagi og með meðvitund", sagði Vettel. „Við sátum í bílunum og biðum og sáum myndirnar á sjónvarpsskjám eins og aðrir. Vorum að hugsa til hans (Perez) og óskum honum alls hins besta. Vonandi nær hann sér fljótt. Það var ekki auðvelt að sitja og bíða og fáir gátu bætt tíma sína þegar tímatakan var endurræst. Keppnin verður löng á morgun og margt getur gerst." „Við höfum séð hvað getur gerst þegar mörg þjónustuhlé eru í gangi og ekkert bókað fyrirfram. Við verðum að aka af kappi og sjá hvað við getum gert", sagði Vettel. Bein útsending verður frá mótinu í Mónakó kl. 11.30 á Stöð 2 Sport á morgun í opinni dagskrá.Sjá brautarlýsingu frá Mónakó Formúla Íþróttir Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum í dag í Mónakó og sagði á fréttamannafundi að mikilvægt væri að vera fremstur á ráslínu, en mikilvægast hefði verið að Sergio Perez, sem lenti í óhappi í dag væri í lagi. Perez fékk heilahristing og tognaði á mjöðm eftir að hafa skollið á vegriði og síðan runnið á hliðarskreiði á Sauber bíl sínum á öryggisvegg í tímatökunni. Perez keppir ekki á morgun og verður á spítala í nótt. Hann hafði komist í lokaumferð tímatökunnar í fyrsta skipti í Formúlu 1, en hann er nýliði á þessu ári. „Tímatakan er erfið og það þarf að gefa 100% á öllum þremur tímatökusvæðunum. Ég náði góðum tökum á bílnum í lokaumferðinni og var ánægður með það. Það mikilvægasta að heyra var þó að Sergio er í lagi og með meðvitund", sagði Vettel. „Við sátum í bílunum og biðum og sáum myndirnar á sjónvarpsskjám eins og aðrir. Vorum að hugsa til hans (Perez) og óskum honum alls hins besta. Vonandi nær hann sér fljótt. Það var ekki auðvelt að sitja og bíða og fáir gátu bætt tíma sína þegar tímatakan var endurræst. Keppnin verður löng á morgun og margt getur gerst." „Við höfum séð hvað getur gerst þegar mörg þjónustuhlé eru í gangi og ekkert bókað fyrirfram. Við verðum að aka af kappi og sjá hvað við getum gert", sagði Vettel. Bein útsending verður frá mótinu í Mónakó kl. 11.30 á Stöð 2 Sport á morgun í opinni dagskrá.Sjá brautarlýsingu frá Mónakó
Formúla Íþróttir Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira