Vettel: Mikilvægt að vera fremstur á ráslínu 28. maí 2011 22:03 Mark Webber verður þriðji á ráslínu í Mónakó á morgun, Sebastian Vettel fyrstur og Jenson Button annar. Webber og Button hafa báðir unnið mótið í Mónakó, en Vettel ekki. Mynd: Mark Thompson Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum í dag í Mónakó og sagði á fréttamannafundi að mikilvægt væri að vera fremstur á ráslínu, en mikilvægast hefði verið að Sergio Perez, sem lenti í óhappi í dag væri í lagi. Perez fékk heilahristing og tognaði á mjöðm eftir að hafa skollið á vegriði og síðan runnið á hliðarskreiði á Sauber bíl sínum á öryggisvegg í tímatökunni. Perez keppir ekki á morgun og verður á spítala í nótt. Hann hafði komist í lokaumferð tímatökunnar í fyrsta skipti í Formúlu 1, en hann er nýliði á þessu ári. „Tímatakan er erfið og það þarf að gefa 100% á öllum þremur tímatökusvæðunum. Ég náði góðum tökum á bílnum í lokaumferðinni og var ánægður með það. Það mikilvægasta að heyra var þó að Sergio er í lagi og með meðvitund", sagði Vettel. „Við sátum í bílunum og biðum og sáum myndirnar á sjónvarpsskjám eins og aðrir. Vorum að hugsa til hans (Perez) og óskum honum alls hins besta. Vonandi nær hann sér fljótt. Það var ekki auðvelt að sitja og bíða og fáir gátu bætt tíma sína þegar tímatakan var endurræst. Keppnin verður löng á morgun og margt getur gerst." „Við höfum séð hvað getur gerst þegar mörg þjónustuhlé eru í gangi og ekkert bókað fyrirfram. Við verðum að aka af kappi og sjá hvað við getum gert", sagði Vettel. Bein útsending verður frá mótinu í Mónakó kl. 11.30 á Stöð 2 Sport á morgun í opinni dagskrá.Sjá brautarlýsingu frá Mónakó Formúla Íþróttir Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum í dag í Mónakó og sagði á fréttamannafundi að mikilvægt væri að vera fremstur á ráslínu, en mikilvægast hefði verið að Sergio Perez, sem lenti í óhappi í dag væri í lagi. Perez fékk heilahristing og tognaði á mjöðm eftir að hafa skollið á vegriði og síðan runnið á hliðarskreiði á Sauber bíl sínum á öryggisvegg í tímatökunni. Perez keppir ekki á morgun og verður á spítala í nótt. Hann hafði komist í lokaumferð tímatökunnar í fyrsta skipti í Formúlu 1, en hann er nýliði á þessu ári. „Tímatakan er erfið og það þarf að gefa 100% á öllum þremur tímatökusvæðunum. Ég náði góðum tökum á bílnum í lokaumferðinni og var ánægður með það. Það mikilvægasta að heyra var þó að Sergio er í lagi og með meðvitund", sagði Vettel. „Við sátum í bílunum og biðum og sáum myndirnar á sjónvarpsskjám eins og aðrir. Vorum að hugsa til hans (Perez) og óskum honum alls hins besta. Vonandi nær hann sér fljótt. Það var ekki auðvelt að sitja og bíða og fáir gátu bætt tíma sína þegar tímatakan var endurræst. Keppnin verður löng á morgun og margt getur gerst." „Við höfum séð hvað getur gerst þegar mörg þjónustuhlé eru í gangi og ekkert bókað fyrirfram. Við verðum að aka af kappi og sjá hvað við getum gert", sagði Vettel. Bein útsending verður frá mótinu í Mónakó kl. 11.30 á Stöð 2 Sport á morgun í opinni dagskrá.Sjá brautarlýsingu frá Mónakó
Formúla Íþróttir Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira