Wessman mun áfrýja - óttast að Novator fari í þrot á meðan 17. maí 2011 15:46 Róbert Wessman og hans menn óttast að Novator fari í þrot áður en efnisleg niðurstaða fæst í málið. „ Þetta er náttúrulega engin efnisdómur um kröfuna og verður úrskurðinum áfrýjað til Hæstaréttar,“ segir lögmaður Róberts Wessman, Árni Harðarson, um frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í dag. Róbert höfðaði mál gegn félögum Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator Pharma Holding, sem er skrásett á Tortóla, og Novator Pharma í ágúst á síðasta ári. Ástæðan var sú að hann taldi sig eiga inni 30 milljónir evra, eða um 4,6 milljarða króna, vegna árangurstengdrar þóknunar. En Róbert var forstjóri Actavis, áður Delta, í tæp tíu ár. „Hins vegar féllst Héraðsdómur á að kröfugerðin í málinu, sem byggir að hluta til á fjárhagskennitölum (EV/EBITDA gildum) Actavis, þyrfti að vera skýrari, en hún byggði að hluta til á áætlunum sem síðan gengu eftir og voru staðfestar í ársreikningi. Ástæða þess var að Róbert hafði á þeim tíma er stefnt var ekki aðgang að nýjasta ársreikningi Actavis en hann var síðan lagður fram í málinu,“ útskýrir Árni um ástæður þess að dómurinn féllst á kröfu félaganna. „Ef Hæstiréttur staðfestir þennan frávísunarúrskurð þarf einfaldlega að stefna málinu aftur byggt á ársreikningnum til fá dóm fyrir kröfunni,“ segir Árni og því ljóst að málinu er hvergi lokið. Hann bætir svo við að lokum: „Það er vont að missa þennan tíma þar sem við óttumst að Novator, félag Björgólfs sem stefnt var í málinu, fari í þrot áður en við fáum efnisdóm þar sem búið er að færa eignarhaldið á Actavis í annað félag í hans eigu.“ Tengdar fréttir Björgólfur hafði betur: Máli Wessman vísað frá dómi Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur féllst á frávísunarkröfu Novator í dag í skuldamáli sem athafnamaðurinn Róbert Wessmann höfðaði gegn fyrirtækinu, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. 17. maí 2011 14:31 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
„ Þetta er náttúrulega engin efnisdómur um kröfuna og verður úrskurðinum áfrýjað til Hæstaréttar,“ segir lögmaður Róberts Wessman, Árni Harðarson, um frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í dag. Róbert höfðaði mál gegn félögum Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator Pharma Holding, sem er skrásett á Tortóla, og Novator Pharma í ágúst á síðasta ári. Ástæðan var sú að hann taldi sig eiga inni 30 milljónir evra, eða um 4,6 milljarða króna, vegna árangurstengdrar þóknunar. En Róbert var forstjóri Actavis, áður Delta, í tæp tíu ár. „Hins vegar féllst Héraðsdómur á að kröfugerðin í málinu, sem byggir að hluta til á fjárhagskennitölum (EV/EBITDA gildum) Actavis, þyrfti að vera skýrari, en hún byggði að hluta til á áætlunum sem síðan gengu eftir og voru staðfestar í ársreikningi. Ástæða þess var að Róbert hafði á þeim tíma er stefnt var ekki aðgang að nýjasta ársreikningi Actavis en hann var síðan lagður fram í málinu,“ útskýrir Árni um ástæður þess að dómurinn féllst á kröfu félaganna. „Ef Hæstiréttur staðfestir þennan frávísunarúrskurð þarf einfaldlega að stefna málinu aftur byggt á ársreikningnum til fá dóm fyrir kröfunni,“ segir Árni og því ljóst að málinu er hvergi lokið. Hann bætir svo við að lokum: „Það er vont að missa þennan tíma þar sem við óttumst að Novator, félag Björgólfs sem stefnt var í málinu, fari í þrot áður en við fáum efnisdóm þar sem búið er að færa eignarhaldið á Actavis í annað félag í hans eigu.“
Tengdar fréttir Björgólfur hafði betur: Máli Wessman vísað frá dómi Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur féllst á frávísunarkröfu Novator í dag í skuldamáli sem athafnamaðurinn Róbert Wessmann höfðaði gegn fyrirtækinu, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. 17. maí 2011 14:31 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Björgólfur hafði betur: Máli Wessman vísað frá dómi Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur féllst á frávísunarkröfu Novator í dag í skuldamáli sem athafnamaðurinn Róbert Wessmann höfðaði gegn fyrirtækinu, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. 17. maí 2011 14:31