Hver er besti framhaldsskóli landsins? Starfsfólk Verkmenntaskóla Austurlands skrifar 19. maí 2011 15:47 Þessari spurningu er varpað fram í auglýsingum frá tímaritinu Frjálsri verslun og vísað í grein um könnun Pawels Bartoszek um gæði framhaldsskóla á Íslandi. Við viljum setja alvarlega fyrirvara um þau vinnubrögð sem þar eru viðhöfð en einnig er fréttaflutningurinn af könnuninni mjög ámælisverður. Þessi könnun flokkaði framhaldskóla í bestu og verstu skóla landsins og segir Pawel að nemendur geti notað þessa könnun þegar þeir velja sér framhaldsskóla. Aðferðarfræðin sem Pawel beitir er meingölluð og hafa skólameistarar ýmissa framhaldsskóla sem og menntamálaráðherra dregið stórlega í efa hversu góður mælikvarði á gæði skólastarfs þessi könnun sé. Við í Verkmenntaskóla Austurlands getum ekki setið undir því sem fullyrt er í greininni um gæði skólans okkar. Við vitum að hann er góður skóli og er okkur í lófa lagið að búa til mælikvarða sem sýna að hann sé jafnvel sá besti á landinu. Af þeim sautján þáttum sem Pawel notar sem mælikvarða á gæði skólastarfs snúast fimmtán um hinar ýmsu keppnir sem aðeins örfáir skólar á landinu taka þátt í. Þetta eru t.d. franska ljóðakeppnin „Allons en France", Morfís, Enska ræðukeppnin og Forritunarkeppni framhaldsskólanna. Greinarnar sem keppt er í eru ekki kenndar í öllum framhaldsskólum en auk þess getur verið talsverður kostnaður að taka þátt í þeim fyrir lítinn skóla sem staðsettur er fjarri höfuðborgarsvæðinu. Þar að auki er árangur einstakra nemenda í svona keppnum vafasamur mælikvarði á gæði skólastarfs. Í Verkmenntaskóla Austurlands er mikil áhersla lögð á að sinna einstaklingsbundnum þörfum nemenda og er stærð skólans þar mikill kostur. Við veljum ekki nemendur inn í skólann eftir einkunnum úr grunnskóla því samkvæmt lögum eiga allir rétt á framhaldsskólamenntun. Í skólanum okkar er mjög breiður hópur nemenda. Námsframboðið hér er e.t.v. mun fjölbreyttara en hjá skólunum sem skora hæst í umræddri könnun. Hér er boðið upp bóknámsbrautir þar sem nemendur geta lokið stúdentsprófi. Þá erum við með iðnnám, sjúkraliðabraut, leik- og grunnskólabraut, iðnmeistaranám og margt fleira. Auk þess er starfsbraut fyrir nemendur sem ekki geta stundað nám á hinum hefðbundnu brautum. Nemendur okkar sem eru með námserfiðleika og félagsleg vandamál þurfa jafn mikið á framhaldsskólamenntun að halda og allir afburðanemendurnir okkar, enda hafa þeir sama rétt samkvæmt lögum. Í Verkmenntaskóla Austurlands er starfrækt íþróttaakademía og í skólanum er mjög öflugt leikfélag, Leikfélagið Djúpið, sem setur upp metnaðarfullar sýningar á hverju ári. Við fögnum allri umræðu um gæði skólastarfs og náms í framhaldsskólum en sú umræða þarf að vera sanngjörn og málefnaleg. Við fullyrðum að Verkmenntaskóli Austurlandser góður skóli þar sem einstaklingurinn nýtur sín. Starfsfólk Verkmenntaskóla Austurlands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Þessari spurningu er varpað fram í auglýsingum frá tímaritinu Frjálsri verslun og vísað í grein um könnun Pawels Bartoszek um gæði framhaldsskóla á Íslandi. Við viljum setja alvarlega fyrirvara um þau vinnubrögð sem þar eru viðhöfð en einnig er fréttaflutningurinn af könnuninni mjög ámælisverður. Þessi könnun flokkaði framhaldskóla í bestu og verstu skóla landsins og segir Pawel að nemendur geti notað þessa könnun þegar þeir velja sér framhaldsskóla. Aðferðarfræðin sem Pawel beitir er meingölluð og hafa skólameistarar ýmissa framhaldsskóla sem og menntamálaráðherra dregið stórlega í efa hversu góður mælikvarði á gæði skólastarfs þessi könnun sé. Við í Verkmenntaskóla Austurlands getum ekki setið undir því sem fullyrt er í greininni um gæði skólans okkar. Við vitum að hann er góður skóli og er okkur í lófa lagið að búa til mælikvarða sem sýna að hann sé jafnvel sá besti á landinu. Af þeim sautján þáttum sem Pawel notar sem mælikvarða á gæði skólastarfs snúast fimmtán um hinar ýmsu keppnir sem aðeins örfáir skólar á landinu taka þátt í. Þetta eru t.d. franska ljóðakeppnin „Allons en France", Morfís, Enska ræðukeppnin og Forritunarkeppni framhaldsskólanna. Greinarnar sem keppt er í eru ekki kenndar í öllum framhaldsskólum en auk þess getur verið talsverður kostnaður að taka þátt í þeim fyrir lítinn skóla sem staðsettur er fjarri höfuðborgarsvæðinu. Þar að auki er árangur einstakra nemenda í svona keppnum vafasamur mælikvarði á gæði skólastarfs. Í Verkmenntaskóla Austurlands er mikil áhersla lögð á að sinna einstaklingsbundnum þörfum nemenda og er stærð skólans þar mikill kostur. Við veljum ekki nemendur inn í skólann eftir einkunnum úr grunnskóla því samkvæmt lögum eiga allir rétt á framhaldsskólamenntun. Í skólanum okkar er mjög breiður hópur nemenda. Námsframboðið hér er e.t.v. mun fjölbreyttara en hjá skólunum sem skora hæst í umræddri könnun. Hér er boðið upp bóknámsbrautir þar sem nemendur geta lokið stúdentsprófi. Þá erum við með iðnnám, sjúkraliðabraut, leik- og grunnskólabraut, iðnmeistaranám og margt fleira. Auk þess er starfsbraut fyrir nemendur sem ekki geta stundað nám á hinum hefðbundnu brautum. Nemendur okkar sem eru með námserfiðleika og félagsleg vandamál þurfa jafn mikið á framhaldsskólamenntun að halda og allir afburðanemendurnir okkar, enda hafa þeir sama rétt samkvæmt lögum. Í Verkmenntaskóla Austurlands er starfrækt íþróttaakademía og í skólanum er mjög öflugt leikfélag, Leikfélagið Djúpið, sem setur upp metnaðarfullar sýningar á hverju ári. Við fögnum allri umræðu um gæði skólastarfs og náms í framhaldsskólum en sú umræða þarf að vera sanngjörn og málefnaleg. Við fullyrðum að Verkmenntaskóli Austurlandser góður skóli þar sem einstaklingurinn nýtur sín. Starfsfólk Verkmenntaskóla Austurlands
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar