Viðskipti innlent

Hótel Reykjavík verður Best Western hótel

Þann 1. apríl síðastliðinn bættist  Hótel Reykjavík í Best Western International hótelkeðjuna og er þar með fyrsta Best Western hótelið á Íslandi.

Í tilkynningu segir að Best Western Hótel Reykjavík er þriggja stjörnu nútímalegt hótel í hjarta Reykjavíkur. Hótelið býður upp á vinalega og góða þjónustu í rólegu andrúmslofti. Á hótelinu eru 79 herbergi með öllum helstu þægindum, morgunverðarhlaðborði og hótelbar sem er opinn á hverju kvöldi.

Best Western Hótel Reykjavík er staðsett á Rauðarárstíg 37 í Reykjavík. Margir af áhugaverðustu stöðum borgarinnar eru í næsta nágrenni við hótelið og frá hótelinu er stutt að ganga í gamla miðbæinn.

“Við erum mjög stolt af því að vera orðinn hluti af Best Western International og okkur hlakkar til að taka á móti gestum hvaðan af úr heiminum," segir hótelstjóri Best Western Hótel Reykjavík, Ólafur Freyr Ólafsson.

Peter Laigaard Jensen, svæðisstjóri Best Western International í Danmörku er afar ánægður  með að bæta Íslandi við í Best Western keðjuna. ”Staðsetning Íslands er einstök, mitt á milli meginlands Evrópu og Bandaríkjanna og fellur vel inn í Best Western fjölskylduna," segir hann.

Best Western International telja rúmlega 4,000 hótel með 309,390 hágæða hótelherbergjum í yfir 90 löndum um allan heim. Höfuðstöðvar  fyrirtækisins eru í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum.

Best Western var stofnað árið 1946 af M.K. Guertin og árið 1963 var Best Western orðin stærsta hótelkeðjan í Bandaríkjunum með 699 hótel og 35,201 herbergi. Í lok síðasta árs voru 2,194 Best Western hótel í Bandaríkjunum. Í Evrópu eru 86,375 hótelherbergi í 1,312 hótelum og eru yfir 90% af hótelunum 3-4 stjörnu.

Best Western hefur verið starfrækt í Bandaríkjunum í 64 ár og 34 ár í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×