Miklar líkur á fyrstu vaxtahækkun ECB í tvö ár 1. apríl 2011 16:00 Miklar líkur eru á að Evrópski seðlabankinn (ECB) hækki vexti í næstu viku, og verður það þá fyrsta breyting á vöxtum bankans frá því hann lauk vaxtalækkunarferli sínu fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að í nýlegri könnun Reuters meðal greinenda fjármálafyrirtækja var útkoman sú að 76 af 80 svarendum gera ráð fyrir að ECB hækki vexti sína næstkomandi fimmtudag, þann 7. apríl næstkomandi Stýrivextir ECB eru nú 1%, og gera greinendur ráð fyrir að þeir hækki um 0,25 prósentur í næstu viku. Í kjölfarið er hóflegum vaxtahækkunum spáð og áætla greinendur að jafnaði að vextirnir verði komnir í 1,75% í lok ársins og 2,5% í árslok 2012. Ástæða væntinga um vaxtahækkanir ECB er verðbólguþrýstingur á evrusvæðinu, en hann hefur verið nokkur undanfarið. Í gær voru birtar tölur um þróun neysluverðs á evrusvæði í mars. Kom þar í ljós að verðbólga undanfarna 12 mánuði mælist nú 2,6% , en verðbólga á þennan kvarða mældist 2,4% í febrúar. Peningastefna ECB miðast við að halda verðbólgu undir, en sem næst, 2% og hefur verðbólga verið yfir því marki síðan í desember síðastliðnum. Þótt rætur aukinnar verðbólgu á evrusvæði liggi fremur í hækkun hrávöru- og orkuverðs en eftirspurnarþrýstingi heimamanna hafa ráðamenn ECB áhyggjur af því að hærri verðbólguvæntingar séu að festast í sessi. Hafa þeir því undanfarið látið meira og meira í veðri vaka að hækkun vaxta sé í farvatninu. Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Miklar líkur eru á að Evrópski seðlabankinn (ECB) hækki vexti í næstu viku, og verður það þá fyrsta breyting á vöxtum bankans frá því hann lauk vaxtalækkunarferli sínu fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að í nýlegri könnun Reuters meðal greinenda fjármálafyrirtækja var útkoman sú að 76 af 80 svarendum gera ráð fyrir að ECB hækki vexti sína næstkomandi fimmtudag, þann 7. apríl næstkomandi Stýrivextir ECB eru nú 1%, og gera greinendur ráð fyrir að þeir hækki um 0,25 prósentur í næstu viku. Í kjölfarið er hóflegum vaxtahækkunum spáð og áætla greinendur að jafnaði að vextirnir verði komnir í 1,75% í lok ársins og 2,5% í árslok 2012. Ástæða væntinga um vaxtahækkanir ECB er verðbólguþrýstingur á evrusvæðinu, en hann hefur verið nokkur undanfarið. Í gær voru birtar tölur um þróun neysluverðs á evrusvæði í mars. Kom þar í ljós að verðbólga undanfarna 12 mánuði mælist nú 2,6% , en verðbólga á þennan kvarða mældist 2,4% í febrúar. Peningastefna ECB miðast við að halda verðbólgu undir, en sem næst, 2% og hefur verðbólga verið yfir því marki síðan í desember síðastliðnum. Þótt rætur aukinnar verðbólgu á evrusvæði liggi fremur í hækkun hrávöru- og orkuverðs en eftirspurnarþrýstingi heimamanna hafa ráðamenn ECB áhyggjur af því að hærri verðbólguvæntingar séu að festast í sessi. Hafa þeir því undanfarið látið meira og meira í veðri vaka að hækkun vaxta sé í farvatninu.
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira