Viðskipti erlent

Könnun: Stóriðja ekki brýnasta atvinnumálið

Í nýrri netkönnun sem Miðlun ehf. hefur unnið kemur fram að almenningur telur ekki að stóriðja sé það brýnasta í atvinnumálum Íslendinga. Í fyrsta sæti er uppbygging á innlendum iðnaði (30,8%), í öðru sæti er aukinn stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki (18,1%) og í þriðja sæti er samkomulag um starfsumhverfi sjávarútvegsins (14,7%).

Um var að ræða netkönnun sem stóð yfir daganna 21. til 28. febrúar s.l. en rúmlega 800 einstaklingar svöruðu spurningunni um hvaða aðgerð þeir teldu þá brýnustu í atvinnumálum Íslendinga?

Stóriðjuverkefni voru í fjórða sæti yfir brýnustu verkefnin en 13% aðspurðra töldu svo vera. Þar á eftir koma svo aukin áhersla á ferðaþjónustu og uppbygging gagnavera.

Í könnuninni kemur fram að hlutfallslega var mestur munur milli karla og kvenna hvað varðar afstöðuna til stóriðjuverkefna. 16,5% karla telja hana brýnasta en aðeins 9% kvenna. Minnstur var munurinn í afstöðunni til stuðnings við nýsköpunarfyrirtækja en um 18% af báðum kynjum töldu hann brýnastan.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.