Hjartað tekið úr sambandi Kristín Steinsdóttir skrifar 22. mars 2011 06:00 Undanfarna daga og vikur hafa borist fréttir af miklum niðurskurði í skólakerfinu. Það mátti búast við samdrætti en að gengið yrði svo hraustlega til verks sem nú hefur sýnt sig var meira en svartsýnustu menn bjuggust við. Þegar hamingjusamasta þjóð í heimi vaknaði upp af værum blundi og tæra snilldin hafði verið afhjúpuð þurfti að taka til og byggja upp nýja heimsmynd. Hástöfum var rætt um ný gildi – nýtt mat á lífinu og tilverunni. Í hinu nýja samfélagi virðist skólakerfið ekki hafa verið sett á. Þó lúta allar kannanir að því að vel menntuð þjóð sé gulls ígildi og börnunum okkar og barnabörnum er enn hampað á tyllidögum. Þá eiga þau að erfa landið og flytja arfinn frá kynslóð til kynslóðar en svo kemur mánudagur og þá horfir málið öðruvísi við. Þá er fjölgað í bekkjum, leikskólum slegið saman. Og skólabókasöfnin – þar sem fer fram fjölbreytt starf og lestrarhvetjandi sem aftur eykur færni í öllu námi – fjárveiting til þeirra er skorin niður við trog og skólasafnskennurum boðið hálft starf. Hvernig er hægt að vera svona skammsýnn? Þvert ofan í allt sem sagt hefur verið. Er okkur þá alveg sama um krakkana þegar upp er staðið? Engum sem kemur í skólana dylst hve skólabókasöfn eru mikils virði. Segja má að þau séu hjarta skólans. Þar eru næðisstundirnar og yndislesturinn. Og þar er lagt kapp á að kynna og auka áhuga nemenda á bókmenntum og menningu. Oft fá safnkennarar rithöfunda til liðs við sig. Úr því hlýja hreiðri sem skólasafnið er fara börnin ríkari. Í hraðasamfélaginu okkar er því miður allt sem bendir til að yndislestrarstundum fari fækkandi. Skólasafnskennarar hafa reynt að bregðast við því. Nú er svo komið að fjárveiting til safnanna er ekki að verða að neinu og það er liðin tíð að hægt sé að bjóða rithöfundi í heimsókn gegn greiðslu. Sumir skólanna hafa varla keypt nýja bók í tvö ár. Öll vitum við þó hve gaman er að fá nýja bók þegar jólin nálgast og bækurnar koma á markaðinn. Það er ekki ásættanlegt að skólasöfnin bjóði nemendum eingöngu upp á eldri bækur. Og enn hraklegra að störf skólasafnskennara séu léttvæg fundin og skorin niður um helming. Á sama tíma og þessi aðför er gerð að grunnskólum Reykjavíkur er borgin að berjast við að fá tilnefninguna Bókmenntaborg UNESCO. Nei, þetta er ekki brandari heldur blákaldur veruleiki. Hlýtur ekki borg sem keppist um að vera bókmenntaborg á heimsmælikvarða að hlúa einstaklega vel að borgurunum? Ætla mætti að lestur og bókmenntir skipi þar öndvegi. Ef bráðgerar kynslóðir og vel læsar alast ekki upp í þessu landi verður heldur enginn til að standa undir vegsemdinni bókmenntaborg eftir nokkra átugi. Ólæs bókmenntaborg? Óhugsandi! Íslendingar eru heiðursgestir á stærstu bókamessu í heimi í Frankfurt í Þýskalandi í október nk. Það er væntanlega ekki út á ólæsi? Nei, Ísland var valið fyrst Norðurlandanna til þess að hljóta þá vegsemd. Þessa dagana eru íslenskir höfundar þýddir á erlendar tungur og hróður þeirra berst langt út fyrir landsteinana. Á sama tíma erum við sjálf að veita okkur náðarhöggið innan frá. Er þetta hægt? Svarið er nei. Hér má til að koma hugarfarsbreyting. Við verðum að hætta að flagga börnum og bóklestri á hátíðisdögum. Gerum heldur alla daga að tyllidögum. Ef við hlúum ekki að því góða starf sem unnið er á skólabókasöfnunum tökum við hjarta skólanna úr sambandi hægt en örugglega. Á því hefur íslensk þjóð ekki efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga og vikur hafa borist fréttir af miklum niðurskurði í skólakerfinu. Það mátti búast við samdrætti en að gengið yrði svo hraustlega til verks sem nú hefur sýnt sig var meira en svartsýnustu menn bjuggust við. Þegar hamingjusamasta þjóð í heimi vaknaði upp af værum blundi og tæra snilldin hafði verið afhjúpuð þurfti að taka til og byggja upp nýja heimsmynd. Hástöfum var rætt um ný gildi – nýtt mat á lífinu og tilverunni. Í hinu nýja samfélagi virðist skólakerfið ekki hafa verið sett á. Þó lúta allar kannanir að því að vel menntuð þjóð sé gulls ígildi og börnunum okkar og barnabörnum er enn hampað á tyllidögum. Þá eiga þau að erfa landið og flytja arfinn frá kynslóð til kynslóðar en svo kemur mánudagur og þá horfir málið öðruvísi við. Þá er fjölgað í bekkjum, leikskólum slegið saman. Og skólabókasöfnin – þar sem fer fram fjölbreytt starf og lestrarhvetjandi sem aftur eykur færni í öllu námi – fjárveiting til þeirra er skorin niður við trog og skólasafnskennurum boðið hálft starf. Hvernig er hægt að vera svona skammsýnn? Þvert ofan í allt sem sagt hefur verið. Er okkur þá alveg sama um krakkana þegar upp er staðið? Engum sem kemur í skólana dylst hve skólabókasöfn eru mikils virði. Segja má að þau séu hjarta skólans. Þar eru næðisstundirnar og yndislesturinn. Og þar er lagt kapp á að kynna og auka áhuga nemenda á bókmenntum og menningu. Oft fá safnkennarar rithöfunda til liðs við sig. Úr því hlýja hreiðri sem skólasafnið er fara börnin ríkari. Í hraðasamfélaginu okkar er því miður allt sem bendir til að yndislestrarstundum fari fækkandi. Skólasafnskennarar hafa reynt að bregðast við því. Nú er svo komið að fjárveiting til safnanna er ekki að verða að neinu og það er liðin tíð að hægt sé að bjóða rithöfundi í heimsókn gegn greiðslu. Sumir skólanna hafa varla keypt nýja bók í tvö ár. Öll vitum við þó hve gaman er að fá nýja bók þegar jólin nálgast og bækurnar koma á markaðinn. Það er ekki ásættanlegt að skólasöfnin bjóði nemendum eingöngu upp á eldri bækur. Og enn hraklegra að störf skólasafnskennara séu léttvæg fundin og skorin niður um helming. Á sama tíma og þessi aðför er gerð að grunnskólum Reykjavíkur er borgin að berjast við að fá tilnefninguna Bókmenntaborg UNESCO. Nei, þetta er ekki brandari heldur blákaldur veruleiki. Hlýtur ekki borg sem keppist um að vera bókmenntaborg á heimsmælikvarða að hlúa einstaklega vel að borgurunum? Ætla mætti að lestur og bókmenntir skipi þar öndvegi. Ef bráðgerar kynslóðir og vel læsar alast ekki upp í þessu landi verður heldur enginn til að standa undir vegsemdinni bókmenntaborg eftir nokkra átugi. Ólæs bókmenntaborg? Óhugsandi! Íslendingar eru heiðursgestir á stærstu bókamessu í heimi í Frankfurt í Þýskalandi í október nk. Það er væntanlega ekki út á ólæsi? Nei, Ísland var valið fyrst Norðurlandanna til þess að hljóta þá vegsemd. Þessa dagana eru íslenskir höfundar þýddir á erlendar tungur og hróður þeirra berst langt út fyrir landsteinana. Á sama tíma erum við sjálf að veita okkur náðarhöggið innan frá. Er þetta hægt? Svarið er nei. Hér má til að koma hugarfarsbreyting. Við verðum að hætta að flagga börnum og bóklestri á hátíðisdögum. Gerum heldur alla daga að tyllidögum. Ef við hlúum ekki að því góða starf sem unnið er á skólabókasöfnunum tökum við hjarta skólanna úr sambandi hægt en örugglega. Á því hefur íslensk þjóð ekki efni.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun