Hjartað tekið úr sambandi Kristín Steinsdóttir skrifar 22. mars 2011 06:00 Undanfarna daga og vikur hafa borist fréttir af miklum niðurskurði í skólakerfinu. Það mátti búast við samdrætti en að gengið yrði svo hraustlega til verks sem nú hefur sýnt sig var meira en svartsýnustu menn bjuggust við. Þegar hamingjusamasta þjóð í heimi vaknaði upp af værum blundi og tæra snilldin hafði verið afhjúpuð þurfti að taka til og byggja upp nýja heimsmynd. Hástöfum var rætt um ný gildi – nýtt mat á lífinu og tilverunni. Í hinu nýja samfélagi virðist skólakerfið ekki hafa verið sett á. Þó lúta allar kannanir að því að vel menntuð þjóð sé gulls ígildi og börnunum okkar og barnabörnum er enn hampað á tyllidögum. Þá eiga þau að erfa landið og flytja arfinn frá kynslóð til kynslóðar en svo kemur mánudagur og þá horfir málið öðruvísi við. Þá er fjölgað í bekkjum, leikskólum slegið saman. Og skólabókasöfnin – þar sem fer fram fjölbreytt starf og lestrarhvetjandi sem aftur eykur færni í öllu námi – fjárveiting til þeirra er skorin niður við trog og skólasafnskennurum boðið hálft starf. Hvernig er hægt að vera svona skammsýnn? Þvert ofan í allt sem sagt hefur verið. Er okkur þá alveg sama um krakkana þegar upp er staðið? Engum sem kemur í skólana dylst hve skólabókasöfn eru mikils virði. Segja má að þau séu hjarta skólans. Þar eru næðisstundirnar og yndislesturinn. Og þar er lagt kapp á að kynna og auka áhuga nemenda á bókmenntum og menningu. Oft fá safnkennarar rithöfunda til liðs við sig. Úr því hlýja hreiðri sem skólasafnið er fara börnin ríkari. Í hraðasamfélaginu okkar er því miður allt sem bendir til að yndislestrarstundum fari fækkandi. Skólasafnskennarar hafa reynt að bregðast við því. Nú er svo komið að fjárveiting til safnanna er ekki að verða að neinu og það er liðin tíð að hægt sé að bjóða rithöfundi í heimsókn gegn greiðslu. Sumir skólanna hafa varla keypt nýja bók í tvö ár. Öll vitum við þó hve gaman er að fá nýja bók þegar jólin nálgast og bækurnar koma á markaðinn. Það er ekki ásættanlegt að skólasöfnin bjóði nemendum eingöngu upp á eldri bækur. Og enn hraklegra að störf skólasafnskennara séu léttvæg fundin og skorin niður um helming. Á sama tíma og þessi aðför er gerð að grunnskólum Reykjavíkur er borgin að berjast við að fá tilnefninguna Bókmenntaborg UNESCO. Nei, þetta er ekki brandari heldur blákaldur veruleiki. Hlýtur ekki borg sem keppist um að vera bókmenntaborg á heimsmælikvarða að hlúa einstaklega vel að borgurunum? Ætla mætti að lestur og bókmenntir skipi þar öndvegi. Ef bráðgerar kynslóðir og vel læsar alast ekki upp í þessu landi verður heldur enginn til að standa undir vegsemdinni bókmenntaborg eftir nokkra átugi. Ólæs bókmenntaborg? Óhugsandi! Íslendingar eru heiðursgestir á stærstu bókamessu í heimi í Frankfurt í Þýskalandi í október nk. Það er væntanlega ekki út á ólæsi? Nei, Ísland var valið fyrst Norðurlandanna til þess að hljóta þá vegsemd. Þessa dagana eru íslenskir höfundar þýddir á erlendar tungur og hróður þeirra berst langt út fyrir landsteinana. Á sama tíma erum við sjálf að veita okkur náðarhöggið innan frá. Er þetta hægt? Svarið er nei. Hér má til að koma hugarfarsbreyting. Við verðum að hætta að flagga börnum og bóklestri á hátíðisdögum. Gerum heldur alla daga að tyllidögum. Ef við hlúum ekki að því góða starf sem unnið er á skólabókasöfnunum tökum við hjarta skólanna úr sambandi hægt en örugglega. Á því hefur íslensk þjóð ekki efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga og vikur hafa borist fréttir af miklum niðurskurði í skólakerfinu. Það mátti búast við samdrætti en að gengið yrði svo hraustlega til verks sem nú hefur sýnt sig var meira en svartsýnustu menn bjuggust við. Þegar hamingjusamasta þjóð í heimi vaknaði upp af værum blundi og tæra snilldin hafði verið afhjúpuð þurfti að taka til og byggja upp nýja heimsmynd. Hástöfum var rætt um ný gildi – nýtt mat á lífinu og tilverunni. Í hinu nýja samfélagi virðist skólakerfið ekki hafa verið sett á. Þó lúta allar kannanir að því að vel menntuð þjóð sé gulls ígildi og börnunum okkar og barnabörnum er enn hampað á tyllidögum. Þá eiga þau að erfa landið og flytja arfinn frá kynslóð til kynslóðar en svo kemur mánudagur og þá horfir málið öðruvísi við. Þá er fjölgað í bekkjum, leikskólum slegið saman. Og skólabókasöfnin – þar sem fer fram fjölbreytt starf og lestrarhvetjandi sem aftur eykur færni í öllu námi – fjárveiting til þeirra er skorin niður við trog og skólasafnskennurum boðið hálft starf. Hvernig er hægt að vera svona skammsýnn? Þvert ofan í allt sem sagt hefur verið. Er okkur þá alveg sama um krakkana þegar upp er staðið? Engum sem kemur í skólana dylst hve skólabókasöfn eru mikils virði. Segja má að þau séu hjarta skólans. Þar eru næðisstundirnar og yndislesturinn. Og þar er lagt kapp á að kynna og auka áhuga nemenda á bókmenntum og menningu. Oft fá safnkennarar rithöfunda til liðs við sig. Úr því hlýja hreiðri sem skólasafnið er fara börnin ríkari. Í hraðasamfélaginu okkar er því miður allt sem bendir til að yndislestrarstundum fari fækkandi. Skólasafnskennarar hafa reynt að bregðast við því. Nú er svo komið að fjárveiting til safnanna er ekki að verða að neinu og það er liðin tíð að hægt sé að bjóða rithöfundi í heimsókn gegn greiðslu. Sumir skólanna hafa varla keypt nýja bók í tvö ár. Öll vitum við þó hve gaman er að fá nýja bók þegar jólin nálgast og bækurnar koma á markaðinn. Það er ekki ásættanlegt að skólasöfnin bjóði nemendum eingöngu upp á eldri bækur. Og enn hraklegra að störf skólasafnskennara séu léttvæg fundin og skorin niður um helming. Á sama tíma og þessi aðför er gerð að grunnskólum Reykjavíkur er borgin að berjast við að fá tilnefninguna Bókmenntaborg UNESCO. Nei, þetta er ekki brandari heldur blákaldur veruleiki. Hlýtur ekki borg sem keppist um að vera bókmenntaborg á heimsmælikvarða að hlúa einstaklega vel að borgurunum? Ætla mætti að lestur og bókmenntir skipi þar öndvegi. Ef bráðgerar kynslóðir og vel læsar alast ekki upp í þessu landi verður heldur enginn til að standa undir vegsemdinni bókmenntaborg eftir nokkra átugi. Ólæs bókmenntaborg? Óhugsandi! Íslendingar eru heiðursgestir á stærstu bókamessu í heimi í Frankfurt í Þýskalandi í október nk. Það er væntanlega ekki út á ólæsi? Nei, Ísland var valið fyrst Norðurlandanna til þess að hljóta þá vegsemd. Þessa dagana eru íslenskir höfundar þýddir á erlendar tungur og hróður þeirra berst langt út fyrir landsteinana. Á sama tíma erum við sjálf að veita okkur náðarhöggið innan frá. Er þetta hægt? Svarið er nei. Hér má til að koma hugarfarsbreyting. Við verðum að hætta að flagga börnum og bóklestri á hátíðisdögum. Gerum heldur alla daga að tyllidögum. Ef við hlúum ekki að því góða starf sem unnið er á skólabókasöfnunum tökum við hjarta skólanna úr sambandi hægt en örugglega. Á því hefur íslensk þjóð ekki efni.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar