Samráðsleysi stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs og umhverfisráðherra Forsvarsmenn níu félagasamtaka skrifar 24. mars 2011 06:00 Mánudagurinn 28. febrúar var svartur dagur fyrir útivistarfélög og ferðaþjónustu á Íslandi en þá staðfesti umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Við stofnun þjóðgarðsins voru gefin loforð frá aðilum í stjórnsýslunni um að engin skerðing yrði á hefðbundinni notkun garðsins, s.s. veiðum og umferð. Á þessu loforði var síðan sérstaklega tekið í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð eins og kemur fram í 3. mgr. 12 gr. laga um þjóðgarðinn: „Svæðisráðin, hvert á sínu svæði, skulu vinna tillögu að verndaráætlun í samráði við Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. Við gerð verndaráætlunar skal svæðisráð hafa samráð við eigendur lands innan þjóðgarðs á viðkomandi svæði, sveitarstjórnir og aðra hagsmunaaðila á svæðinu." Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs og svæðisráðin höfðu því tækifæri til að hafa gott samráð um stofnun þjóðgarðsins og leggja grunn að víðtækri sátt um þetta verkefni. Þetta leit vel út þegar svæðisráðin byrjuðu að vinna og virtist stefna í opið og gegnsætt samráðsumhverfi. Hinsvegar bar fljótt á pukruskap og feluleikjum og aðeins hægt að nálgast upplýsingar eftir krókaleiðum. Eina raunverulega aðkoma margra stærstu útivistarhópa og ferðaþjónustuaðila var síðan í gegnum lögboðið athugasemdaferli. Það voru sendar inn mörg þúsund athugasemdir við stjórnunar- og verndaráætlunina frá einstaklingum, útivistarhópum og ferðaþjónustuaðilum, þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir við stjórnunar- og verndaráætlunina og undirbúningsvinnu við hana. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs svaraði öllum þessum athugasemdum með stöðluðu dreifibréfi, þar sem einungis var svarað hluta af þeim athugasemdum sem lagðar höfðu verið fram. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs sendi síðan stjórnunar- og verndaráætlunina til staðfestingar hjá umhverfisráðherra haustið 2010, nánast án þess að taka nokkurt tillit til athugasemda varðandi veiðar og umferð innan þjóðgarðsins. Margir útivistarhópar fóru á fund umhverfisráðherra og hún kallaði fulltrúa margra félagasamtaka á sinn fund. Þar lýsti hún yfir vilja til að ná sáttum og bað um vinnufrið til að ná því fram. Þegar stjórnar- og verndaráætlunin var síðan staðfest af umhverfisráðherra án nokkurra breytinga og ljóst að ekkert tillit væri tekið til þeirra athugasemda sem bárust, kom í ljós að sáttavilji ráðherra var bara fyrirsláttur til að tefja málið. Mistökin sem gerð voru í samráðs- og athugasemdaferlinu við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs hafa skaðað mjög allt traust á milli stjórnvalda og útivistarhópa og ferðaþjónustuaðila hér á landi. Eftir stendur yfirgangur og tillitsleysi stjórnvalda gagnvart flestum hagsmunaaðilum sem að málinu koma. Það verður fróðlegt að sjá hvernig stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs í umboði umhverfisráðherra ætlar að haga eftirliti með því að ferðafólk og ferðaþjónustuaðilar aki ekki lokaðar leiðir í þjóðgarðinum eða veiði ekki á lokuðum svæðum. Líklega verður sett upp sérstök hálendislögregla og ferðamenn settir í varðhald og kærðir. Framundan eru ný náttúruverndarlög, stækkun friðlands í Þjórsárverum, landnýtingaráætlun, Geo Park vísindagarðar, endurskoðun villidýralaga og fjöldi friðlýsinga í nýrri náttúruverndaráætlun. Það er nokkuð ljóst að í þessum málum munu útivistarhópar og ferðaþjónustuaðilar haga sínum málum öðruvísi, taka vara á öllum aðgerðum stjórnvalda til samráðs og stunda öflug árásarsamskipti til að ná sínum fram. Skynsamlegast hefði verið að vinna stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í betra samstarfi við þá hagsmunahópa sem hlut eiga að máli, en þessir hópar hafa margsinnis boðið stjórnvöldum, stjórn þjóðgarðsins og svæðisráðum samstarf og samvinnu í málefnum sem tengjast hálendi Íslands, en mætt hroka og yfirgangi. Það stefnir því í stríð sem stjórnvöld munu tapa, en því miður líklega eftir að hafa eitt miklum fjármunum í eftirlit, handtökur og kærur á ferðafólk á hálendi Íslands. Við undirritaðir aðilar skorum á umhverfisráðherra og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs að hætta strax þessum skollaleik sem boðið hefur verið upp á síðustu ár við stofnun þjóðgarðsins, tryggja raunverulegt samráð strax í dag og hleypa okkur sem hagsmunaaðilum að borðinu og hlusta á okkar sjónarmið. Gerum Vatnajökulsþjóðgarð að stað þar sem Íslendingar eru velkomnir, hvort sem þeir eru hestafólk, sleðafólk, hjólafólk, jeppafólk, göngufólk, veiðimenn eða annað ferðafólk. Jeppavinir – Þorvarður Ingi Þorbjörnsson, formaðurLandssamband hestamanna – Þorvarður Helgason, stjórnarmaður Landssamband vélsleðamanna – Birkir Sigurðsson, forseti Landssamtökin Ferðafrelsi – Sigmar B. Hauksson, formaður Vélhjólaíþróttaklúbburinn Vík – Hrafnkell Sigtryggsson, formaður Ferðaklúbburinn 4x4 – Sveinbjörn Halldórsson, formaður Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir – Jakob Þór Guðbjartsson, formaðurSkotvís – Kristján Sturlaugsson, varaformaður Skotreyn – Friðrik Rúnar Garðarsson, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Mánudagurinn 28. febrúar var svartur dagur fyrir útivistarfélög og ferðaþjónustu á Íslandi en þá staðfesti umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Við stofnun þjóðgarðsins voru gefin loforð frá aðilum í stjórnsýslunni um að engin skerðing yrði á hefðbundinni notkun garðsins, s.s. veiðum og umferð. Á þessu loforði var síðan sérstaklega tekið í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð eins og kemur fram í 3. mgr. 12 gr. laga um þjóðgarðinn: „Svæðisráðin, hvert á sínu svæði, skulu vinna tillögu að verndaráætlun í samráði við Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. Við gerð verndaráætlunar skal svæðisráð hafa samráð við eigendur lands innan þjóðgarðs á viðkomandi svæði, sveitarstjórnir og aðra hagsmunaaðila á svæðinu." Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs og svæðisráðin höfðu því tækifæri til að hafa gott samráð um stofnun þjóðgarðsins og leggja grunn að víðtækri sátt um þetta verkefni. Þetta leit vel út þegar svæðisráðin byrjuðu að vinna og virtist stefna í opið og gegnsætt samráðsumhverfi. Hinsvegar bar fljótt á pukruskap og feluleikjum og aðeins hægt að nálgast upplýsingar eftir krókaleiðum. Eina raunverulega aðkoma margra stærstu útivistarhópa og ferðaþjónustuaðila var síðan í gegnum lögboðið athugasemdaferli. Það voru sendar inn mörg þúsund athugasemdir við stjórnunar- og verndaráætlunina frá einstaklingum, útivistarhópum og ferðaþjónustuaðilum, þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir við stjórnunar- og verndaráætlunina og undirbúningsvinnu við hana. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs svaraði öllum þessum athugasemdum með stöðluðu dreifibréfi, þar sem einungis var svarað hluta af þeim athugasemdum sem lagðar höfðu verið fram. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs sendi síðan stjórnunar- og verndaráætlunina til staðfestingar hjá umhverfisráðherra haustið 2010, nánast án þess að taka nokkurt tillit til athugasemda varðandi veiðar og umferð innan þjóðgarðsins. Margir útivistarhópar fóru á fund umhverfisráðherra og hún kallaði fulltrúa margra félagasamtaka á sinn fund. Þar lýsti hún yfir vilja til að ná sáttum og bað um vinnufrið til að ná því fram. Þegar stjórnar- og verndaráætlunin var síðan staðfest af umhverfisráðherra án nokkurra breytinga og ljóst að ekkert tillit væri tekið til þeirra athugasemda sem bárust, kom í ljós að sáttavilji ráðherra var bara fyrirsláttur til að tefja málið. Mistökin sem gerð voru í samráðs- og athugasemdaferlinu við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs hafa skaðað mjög allt traust á milli stjórnvalda og útivistarhópa og ferðaþjónustuaðila hér á landi. Eftir stendur yfirgangur og tillitsleysi stjórnvalda gagnvart flestum hagsmunaaðilum sem að málinu koma. Það verður fróðlegt að sjá hvernig stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs í umboði umhverfisráðherra ætlar að haga eftirliti með því að ferðafólk og ferðaþjónustuaðilar aki ekki lokaðar leiðir í þjóðgarðinum eða veiði ekki á lokuðum svæðum. Líklega verður sett upp sérstök hálendislögregla og ferðamenn settir í varðhald og kærðir. Framundan eru ný náttúruverndarlög, stækkun friðlands í Þjórsárverum, landnýtingaráætlun, Geo Park vísindagarðar, endurskoðun villidýralaga og fjöldi friðlýsinga í nýrri náttúruverndaráætlun. Það er nokkuð ljóst að í þessum málum munu útivistarhópar og ferðaþjónustuaðilar haga sínum málum öðruvísi, taka vara á öllum aðgerðum stjórnvalda til samráðs og stunda öflug árásarsamskipti til að ná sínum fram. Skynsamlegast hefði verið að vinna stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í betra samstarfi við þá hagsmunahópa sem hlut eiga að máli, en þessir hópar hafa margsinnis boðið stjórnvöldum, stjórn þjóðgarðsins og svæðisráðum samstarf og samvinnu í málefnum sem tengjast hálendi Íslands, en mætt hroka og yfirgangi. Það stefnir því í stríð sem stjórnvöld munu tapa, en því miður líklega eftir að hafa eitt miklum fjármunum í eftirlit, handtökur og kærur á ferðafólk á hálendi Íslands. Við undirritaðir aðilar skorum á umhverfisráðherra og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs að hætta strax þessum skollaleik sem boðið hefur verið upp á síðustu ár við stofnun þjóðgarðsins, tryggja raunverulegt samráð strax í dag og hleypa okkur sem hagsmunaaðilum að borðinu og hlusta á okkar sjónarmið. Gerum Vatnajökulsþjóðgarð að stað þar sem Íslendingar eru velkomnir, hvort sem þeir eru hestafólk, sleðafólk, hjólafólk, jeppafólk, göngufólk, veiðimenn eða annað ferðafólk. Jeppavinir – Þorvarður Ingi Þorbjörnsson, formaðurLandssamband hestamanna – Þorvarður Helgason, stjórnarmaður Landssamband vélsleðamanna – Birkir Sigurðsson, forseti Landssamtökin Ferðafrelsi – Sigmar B. Hauksson, formaður Vélhjólaíþróttaklúbburinn Vík – Hrafnkell Sigtryggsson, formaður Ferðaklúbburinn 4x4 – Sveinbjörn Halldórsson, formaður Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir – Jakob Þór Guðbjartsson, formaðurSkotvís – Kristján Sturlaugsson, varaformaður Skotreyn – Friðrik Rúnar Garðarsson, formaður
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar