Er fagleg ráðning glæpur? Margrét S. Björnsdóttir skrifar 25. mars 2011 00:01 Forsætisráðherra skipaði í stöðu skrifstofustjóra í forsætisráðuneyti, þann einstakling sem reyndur mannauðsráðgjafi og embættismenn ráðuneytisins töldu hæfastan. Jóhanna fór að ráðum fagaðilans og embættismanna. Enda er hún sá íslenskra stjórnmálamanna sem hvað mest hefur talað og barist gegn pólitískum ráðningum. Hún féll ekki í þá gryfju að ráða flokkssystur sína, gegn samdóma hæfnismati! Sá sem metinn var hæfastur er einstaklingur án pólitískra tengsla, en með langan og farsælan starfs- og kennsluferil á því sviði sem hið auglýsta starf tekur til. Feril sem ég þekki vel. Einn umsækjenda, sem metinn var 5. hæfastur, kærir ráðninguna með vísan til jafnréttislaga. Þar segir, að ef um tvo jafnhæfa umsækjendur er að ræða og það hallar á annað kynið í viðkomandi starfsflokki, skuli það kynið sem á hallar, ráðið í stöðuna. Kærunefnd jafnréttismála kýs að hafa faglegt hæfnismat mannauðsráðgjafans að engu (atriði 82 í úrskurðinum), með þeim rökstuðningi að hún skilji ekki álitið. Nefndinni hefði verið í lófa lagið og raunar skylt, að leita skýringa frá mannauðsráðgjafanum, sem ekki var gert, eða leita álits annars fagaðila á sviði hæfnismats. Þeir þrír lögfræðingar sem sitja í kærunefndinni hafa ekki þá fagþekkingu. Pólitískir blóðhundar í stjórnarandstöðu fara mikinn vegna þessa úrskurðar og ákvörðunar forsætisráðherra. Fremst fer Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fv. menntamálaráðherra. Konan, sem þorði ekki að skipa útvarpsstjóra, án pólitískrar handstýringar Davíðs Oddsonar. Hvar hefði fagleg ráðning verið lífsspursmál fyrir stofnun, ef ekki þar? Formaður þingflokks Samfylkingarinnar, náin vinkona kæranda tjáir sig opinberlega og lítur málið "mjög alvarlegum augum". Því miður ná hæfisreglur stjórnsýslulaga ekki til þingmanna, en samkvæmt skýringarriti Páls Hreinssonar um lögin, skapar "náin vinátta" vanhæfi. Vaxandi kröfur eru um faglegar ráðningar hins opinbera. Í frumvarpi forsætisráðherra til stjórnarráðslaga eru tillögur sem eiga að tryggja slíkt varðandi skrifstofu- og ráðuneytisstjóra. Að frumkvæði Jóhönnu voru sett lög um skipanir dómara sem tryggja faglegar ráðningar. Forsætisráðherrar hvers tíma munu því hvorki geta látið ráða besta vin sinn, son, né uppeldisbróður inní dómskerfið. Þökk sé einarðri framgöngu Jóhönnu Sigurðardóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra skipaði í stöðu skrifstofustjóra í forsætisráðuneyti, þann einstakling sem reyndur mannauðsráðgjafi og embættismenn ráðuneytisins töldu hæfastan. Jóhanna fór að ráðum fagaðilans og embættismanna. Enda er hún sá íslenskra stjórnmálamanna sem hvað mest hefur talað og barist gegn pólitískum ráðningum. Hún féll ekki í þá gryfju að ráða flokkssystur sína, gegn samdóma hæfnismati! Sá sem metinn var hæfastur er einstaklingur án pólitískra tengsla, en með langan og farsælan starfs- og kennsluferil á því sviði sem hið auglýsta starf tekur til. Feril sem ég þekki vel. Einn umsækjenda, sem metinn var 5. hæfastur, kærir ráðninguna með vísan til jafnréttislaga. Þar segir, að ef um tvo jafnhæfa umsækjendur er að ræða og það hallar á annað kynið í viðkomandi starfsflokki, skuli það kynið sem á hallar, ráðið í stöðuna. Kærunefnd jafnréttismála kýs að hafa faglegt hæfnismat mannauðsráðgjafans að engu (atriði 82 í úrskurðinum), með þeim rökstuðningi að hún skilji ekki álitið. Nefndinni hefði verið í lófa lagið og raunar skylt, að leita skýringa frá mannauðsráðgjafanum, sem ekki var gert, eða leita álits annars fagaðila á sviði hæfnismats. Þeir þrír lögfræðingar sem sitja í kærunefndinni hafa ekki þá fagþekkingu. Pólitískir blóðhundar í stjórnarandstöðu fara mikinn vegna þessa úrskurðar og ákvörðunar forsætisráðherra. Fremst fer Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fv. menntamálaráðherra. Konan, sem þorði ekki að skipa útvarpsstjóra, án pólitískrar handstýringar Davíðs Oddsonar. Hvar hefði fagleg ráðning verið lífsspursmál fyrir stofnun, ef ekki þar? Formaður þingflokks Samfylkingarinnar, náin vinkona kæranda tjáir sig opinberlega og lítur málið "mjög alvarlegum augum". Því miður ná hæfisreglur stjórnsýslulaga ekki til þingmanna, en samkvæmt skýringarriti Páls Hreinssonar um lögin, skapar "náin vinátta" vanhæfi. Vaxandi kröfur eru um faglegar ráðningar hins opinbera. Í frumvarpi forsætisráðherra til stjórnarráðslaga eru tillögur sem eiga að tryggja slíkt varðandi skrifstofu- og ráðuneytisstjóra. Að frumkvæði Jóhönnu voru sett lög um skipanir dómara sem tryggja faglegar ráðningar. Forsætisráðherrar hvers tíma munu því hvorki geta látið ráða besta vin sinn, son, né uppeldisbróður inní dómskerfið. Þökk sé einarðri framgöngu Jóhönnu Sigurðardóttur.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar