Líbía og ábyrgð alþjóðasamfélagsins Árni Þór Sigurðsson skrifar 25. mars 2011 15:26 Átökin í Líbíu og hernaðarleg íhlutun nokkurra vestrænna ríkja í landið vekja miður góðar tilfinningar. Vandinn sem við blasir er ekki auðleystur, ekki frekar en annars staðar þar sem stríðsátök af hvaða rótum sem er geysa. Þeir sem berjast fyrir friði, mannréttindum og lýðræði, hafa ævinlega mótmælt hvers konar hernaðarhyggju og hernaðarlegri íhlutun enda sanna dæmin mýmörg að slíkt er sjaldnast til þess fallið að leysa þann vanda sem þeim er í orði kveðnu ætlað að leysa. Á hinn bóginn eru einnig dæmi um hitt, að óð stjórnvöld hafi komist upp með þjóðarmorð og skelfilega stríðsglæpi meðan alþjóðasamfélagið aðhafðist ekkert til að afstýra slíkum hörmungum. Í þessum mánuði hafa tvívegis farið fram utandagskrárumræður á Alþingi um ástandið í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku og um ábyrgð vestrænna ríkja á því hvernig komið er. Þar má m.a. finna þrjár ræður sem ég hef flutt um málefnið. Þar hef ég m.a. bent á umfangsmikla vopnasölu þróaðra ríkja til einræðisherra í þessum heimshluta og að margir leiðtogar vesturveldanna hafi gjarnan hampað mönnum á borð við Múbarak og Gaddafí þegar svo býður við að horfa. Þrátt fyrir að eins konar samtrygging þagnarinnar hafi einkennt afstöðu innan þeirra ríkja sem stórtækust eru í vopnasölu blasir tvískinnungurinn og hræsnin við og er raunar orðið að umræðuefni í gagnrýnum fjölmiðlum austan hafs og vestan. Þar er nú kviknuð grundvallarumræða varðandi sölu vopna til Líbíu sérstaklega og eins siðferðið í því að hagnast á sölu skriðdreka, flugskeyta og orrustuþotna til Gaddafís sem svo beitir þeim gegn borgurum sínum. Á sama tíma og athyglin beinist að Líbíu fara stjórnarherrarnir sínu fram gegn almenningi í Jemen og Barein. Og þá er eðlilega spurt hver sé ábyrgð vestrænna ríkja gagnvart almennum borgurum sem nú eru fórnarlömb ofbeldisverka og vígtóla einræðisherrans Gaddafís og annarra þvílíkra. Hvernig gerir alþjóðasamfélagið mest gagn? Er líklegt að hernaðaríhlutun, t.d. loftárásir, þjóni hagsmunum almennings? Væri þá rétt að hafa hugfast mislukkaðan og dýrkeyptan lofthernað í Írak og á Balkanskaga. Að sjálfsögðu ber að fagna og styðja þá kröfu um lýðfrelsi og endalok kúgunar og ánauðar sem farið hefur yfir arabaheiminn. Um leið verður að gagnrýna tvöfeldnina í afstöðu vestrænna hernaðarvelda. Það er eindregin afstaða mín að allar aðgerðir af hálfu alþjóðasamfélagsins (að svo miklu leyti sem það er skýrt skilgreint fyrirbæri) verði að byggjast á víðtækri samstöðu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og í umboði þeirra. Öryggisráðið, sem tekur ákvarðanir af þessum toga, er því miður ekki lýðræðislegur vettvangur og er löngu tímabært að gerðar séu gagngerar breytingar á skipan þessara mála innan SÞ. En samþykkt Öryggisráðsins er engu að síður miðað við núverandi skipan mála, forsenda fyrir slíkum aðgerðum. Enda þótt ályktun ráðsins nr. 1973 hafi verið samþykkt mótatkvæðalaust var hún ekki óumdeild og sumar þjóðir sem sátu hjá í ráðinu, auk Arababandalagsins, eru gagnrýnar á þróun mála og telja álitamál hvort framfylgd loftferðabannsins sé þegar komin út fyrir umboð Sameinuðu þjóðanna. Ég tel það forsendu þess að stuðningur geti orðið almennur við fjölþjóðlegar aðgerðir að þær fari fram í fullu umboði Sameinuðu þjóðanna og þar má enginn efi vera á ferðinni. Reynslan ætti að kenna okkur að atburðarásin getur fljótt tekið völdin og afleiðingarnar geta orðið skelfilegar fyrir allan almenning í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Átökin í Líbíu og hernaðarleg íhlutun nokkurra vestrænna ríkja í landið vekja miður góðar tilfinningar. Vandinn sem við blasir er ekki auðleystur, ekki frekar en annars staðar þar sem stríðsátök af hvaða rótum sem er geysa. Þeir sem berjast fyrir friði, mannréttindum og lýðræði, hafa ævinlega mótmælt hvers konar hernaðarhyggju og hernaðarlegri íhlutun enda sanna dæmin mýmörg að slíkt er sjaldnast til þess fallið að leysa þann vanda sem þeim er í orði kveðnu ætlað að leysa. Á hinn bóginn eru einnig dæmi um hitt, að óð stjórnvöld hafi komist upp með þjóðarmorð og skelfilega stríðsglæpi meðan alþjóðasamfélagið aðhafðist ekkert til að afstýra slíkum hörmungum. Í þessum mánuði hafa tvívegis farið fram utandagskrárumræður á Alþingi um ástandið í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku og um ábyrgð vestrænna ríkja á því hvernig komið er. Þar má m.a. finna þrjár ræður sem ég hef flutt um málefnið. Þar hef ég m.a. bent á umfangsmikla vopnasölu þróaðra ríkja til einræðisherra í þessum heimshluta og að margir leiðtogar vesturveldanna hafi gjarnan hampað mönnum á borð við Múbarak og Gaddafí þegar svo býður við að horfa. Þrátt fyrir að eins konar samtrygging þagnarinnar hafi einkennt afstöðu innan þeirra ríkja sem stórtækust eru í vopnasölu blasir tvískinnungurinn og hræsnin við og er raunar orðið að umræðuefni í gagnrýnum fjölmiðlum austan hafs og vestan. Þar er nú kviknuð grundvallarumræða varðandi sölu vopna til Líbíu sérstaklega og eins siðferðið í því að hagnast á sölu skriðdreka, flugskeyta og orrustuþotna til Gaddafís sem svo beitir þeim gegn borgurum sínum. Á sama tíma og athyglin beinist að Líbíu fara stjórnarherrarnir sínu fram gegn almenningi í Jemen og Barein. Og þá er eðlilega spurt hver sé ábyrgð vestrænna ríkja gagnvart almennum borgurum sem nú eru fórnarlömb ofbeldisverka og vígtóla einræðisherrans Gaddafís og annarra þvílíkra. Hvernig gerir alþjóðasamfélagið mest gagn? Er líklegt að hernaðaríhlutun, t.d. loftárásir, þjóni hagsmunum almennings? Væri þá rétt að hafa hugfast mislukkaðan og dýrkeyptan lofthernað í Írak og á Balkanskaga. Að sjálfsögðu ber að fagna og styðja þá kröfu um lýðfrelsi og endalok kúgunar og ánauðar sem farið hefur yfir arabaheiminn. Um leið verður að gagnrýna tvöfeldnina í afstöðu vestrænna hernaðarvelda. Það er eindregin afstaða mín að allar aðgerðir af hálfu alþjóðasamfélagsins (að svo miklu leyti sem það er skýrt skilgreint fyrirbæri) verði að byggjast á víðtækri samstöðu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og í umboði þeirra. Öryggisráðið, sem tekur ákvarðanir af þessum toga, er því miður ekki lýðræðislegur vettvangur og er löngu tímabært að gerðar séu gagngerar breytingar á skipan þessara mála innan SÞ. En samþykkt Öryggisráðsins er engu að síður miðað við núverandi skipan mála, forsenda fyrir slíkum aðgerðum. Enda þótt ályktun ráðsins nr. 1973 hafi verið samþykkt mótatkvæðalaust var hún ekki óumdeild og sumar þjóðir sem sátu hjá í ráðinu, auk Arababandalagsins, eru gagnrýnar á þróun mála og telja álitamál hvort framfylgd loftferðabannsins sé þegar komin út fyrir umboð Sameinuðu þjóðanna. Ég tel það forsendu þess að stuðningur geti orðið almennur við fjölþjóðlegar aðgerðir að þær fari fram í fullu umboði Sameinuðu þjóðanna og þar má enginn efi vera á ferðinni. Reynslan ætti að kenna okkur að atburðarásin getur fljótt tekið völdin og afleiðingarnar geta orðið skelfilegar fyrir allan almenning í landinu.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar